Úrval - 01.09.1973, Blaðsíða 32
30
ÚRVAL
um gistihúsum annars vegar, en
hins vegar eru einnig til róman-
tískir gististaðir, „hirðingjahótel“,
með ljósröndóttum Berbatjöldum,
þar sem lömb steikt á teini eru
borin fram í heilu lagi.
Á VEGINUM.
Frá Atlasfjöllum liggur Afríku-
leiðin bráðlega inn á ómælanlegar
auðnir Norður-Sahara.
Maður finnur samt að vegurinn
á eitthvert takmark en liggur ekki
út í endaleysu allsleysisins eins og
áður var.
Þar sem einu sinni voru aðeins
fluttar birgðir handa frönsku setu-
liði, er nú stöðugur straumur
þungra vöruflutningabíla, sem bera
nú hratt aukandi varning milli
Vestur- og Norður-Afríku ásamt
forða handa þeim, sem vinna að
könnun og þróun í eyðimörkinni.
Með ferhjóladrifi og loftkælingu er
vörubifreiðin orðin hið nýja skip
eyðimerkurinnar. Og aðeins þeir
bílar, sem fara um norðurhluta Sa-
hara hafa tekið að sér hlutverk
5000 úlfalda.
Þrátt fyrir þessar umbætur er
Sahara ennþá hrjóstrug og hroll-
vekjandi mikinn hluta leiðarinnar.
Nokkur hluti vegarins er upp-
steyptur og fyrsta flokks, en endar
svo í lítt greinanlegum hjólaslóð-
um.
Þúsundir yfirgefinna bifreiða og
bílhræja varða leiðina.
Vissulega er þetta ekki vegur
fyrir hina óforsjálu. Sem betur fer
er allur slíkur undirbúningur og
æfing frjálslega veitt ferðamönn-
um nú orðið.
Umferðarþjónusta sameinuð frá
sjö Evrópuþjóðum er sístarfandi á
þessum slóðum á tímabilinu frá því
í nóvember og fram í apríl.
Algierisk yfirvöld fylgja dyggi-
lega þeirri viturlegu venju Frakka
að skrá öll ökutæki og stjórnendur
þeirra ökutækja, sem óska ferða-
leyfis.
Nægilegt eldsneyti, vatn og vist-
ir, lyf til hjálpar í viðlögum, sem
endist til næstu birgðastöðvar
verður að vera í hverri bifreið.
Vatnsbiirgðir þær sem krafizt er
nema þrem lítrum á sólarhring
handa hverjum einstaklingi. Við-
víkjandi bilun eða vandræðum er
gefið þetta einfalda ráð:
„Vertu kyrr og bíddu hjálpar."
Ganga til næstu vinjar, þótt ef
til vill sýnist stutt leið er stór-
hættuleg í steikjandi sólarhita. Að-
'eins þriggja mílna vegarspotti í
vatnslaustri auðninni getur valdið
yfirliði.
Ég komst rækilega að raun um
þessa hryllilegu staðreynd í Sahara
hitanum einu sinni um hádegisbil,
þegar við stöðvuðum til dagverðar.
Inni í bifreiðinni fannst okkur
ekkert heitt, svo að ég fékk mér
göngu meðan verið var að útbúa
máltíðina. Mig langaði til að safna
mér nokkrum hinna hvítu, grænu
og skarlatsrauðu amber-steina, sem
glitruðu hvarvetna í sandinum í
marglitu geislaskrauti. Eg hafði
labbað liklega um 100 metra, þeg-
ar ég fann til ókennilegrar svima-
kenndar, þrátt fyrir barðastóran
hatt, sem ég bar á höfði. Hálfa leið
til baka fann ég varla til fótanna.
Eg kom örmagna aftur til bílsins