Úrval - 01.09.1973, Blaðsíða 51
GETNAÐARVARNIR FYRIR HUNDA OG KETTI
49
vörnum til handa dýrum, og getnað
er hægt að hindra á auðveldan hátt,
t. d. með því að gera dýrin ófrjó
með vönun eða geldingu.
Þegar tík eða læða er vönuð, þá
deyfir dýralæknir skepnuna. Síðan
ristir hann lítinn skurð og vanar
skepnuna á mjög stuttum tíma.
Kvendýrið verður jafngott eftir að-
gerðina að 48 stundum liðnum. Þeg-
ar um er að ræða unga högna eða
hunda, eru þeir geltir (eistun fjar-
lægð) og eru þeir einnig deyfðir
meðan á aðgerð stendur, en hins
vegar er þessi aðgerð einfaldari en
vönun kvendýrs og tekur ekki nema
um tíu mínútur.
Gæludýr sem þannig hefur verið
breytt, er ekki lengur fært um að
leggja neitt af mörkum til fjölgun-
arinnar. Dýrið hefur minni löngun
eða þörf fyrir að flækjast af heim-
ili sínu. Dýrið verður sælla með
sig, vingjarnlegra og öll grimmd
hverfur. Vanaðar læður og tíkur
losna við allt katta- og hundastand,
tíkur fara ekki framar á lóðarí, eins
og eðli þeirra býður þeim annars
að gera tvisvar á ári. Og eigandi
tíkurinnar losnar þar með við heim-
sóknir skapæstra hunda í flokkum.
Það er algengur misskilningur, að
gelt eða vönuð dýr verði fljótt af-
mynduð af spiki og alveg sinnulaus.
Dr. Robert Kirk, prófessor við
Cornell‘s dýralæknaskólann í
Bandaríkjunum segir, að gelt dýr sé
geðgott og miklu heppilegra sem
gæludýr. Hann telur að verið geti
að slíkt gæludýr þyngist frá því
sem áður var, en ástæða þess er ekki
geldingin sjálf, heldur hitt, að van-
að dýr nennir síður að ólmast út
um hvippinn og hvappinn, verður
værukærara. Um leið má því kenna
eigandanum um spikið þar eð hann
gleymir að draga úr fæðumagninu
sem hann gefur dýrinu.
Sumir halda fast við þá kreddu
sína, að kvenkyns dýr verði að fá
að ala afkvæmi a.m.k. einu sinni,
því fái þær að gera það, verði þær
heilsuhraustari og þroskaðri dýr.
Það er ekkert líffræðilegt atriði sem
styður þessa kenningu. Staðreyndin
er hins vegar sú, að sé kvendýr
vanað snemma á lífsskeiðinu, er
það fullkomlega tryggt gegn krabba-
meini í móðurlífi eða leggöngum.
Og eftir því sem Dr. William
Hardy, sem starfar við Sloane-Kett-
ering stofnunina í New York, segir,
þá dregur það mjög úr tíðni krabba-
meins í brjósti katta, séu þeir van-
aðir sem allra yngstir.
Hvernig stendur á því að vönun
er ekki algengari en nú er? Það má
víst skella skuldinni jafnt á eigend-
ur gæludýra, samtök dýralækna,
verzlanir sem selja gæludýr og
ýmsa aðra sem græða fé á því að
ala og selja gæludýr. Mörgum eig-
endum dýra er fullkomlega sama
þótt þeir drepi hvolpa eða kett-
linga, aðrir bera sig upp undan
reikningum dýralækna, sem geta
numið frá 15 til 50 dollara.
Eigendur tína jafnan til þúsundir
afsakana fyrir því að láta dýr sín
ala af sér afkvæmi. Þeir segja t. d.:
„Við finnum ævinlega góð heimili
handa litlu krílunum". En samt
merkir „gott heimili" aðeins sér-
hvern þann, sem vill taka við hvolpi
eða kettlingi sem eigandi tíkur eða
læðu vill ekki.