Úrval - 01.09.1973, Blaðsíða 9
ÞAR BYRJAR LIFIÐ VIÐ 100
7
flokka eða þjóða bæði Georgíu-
manna, Rússa, Gyðinga og Armen-
inga, svo að eitthvað sé nefnt.
En samt gildir þar alls staðar sú
staðreynt að „gamla fólkið“ er af
langlífum forfeðrum og mæðrum
komið.
Arfgengi gefur því góðar horfur
á langlífi. í Ameríku má reikna með
sjötíu ára meðalævi. En sé unga
fólkið í Alekhazíu spurt, hvað það
reikni með að verða gamalt, svarar
það gjarnan:
Að minnsta kosti 100 ára. Og þá
heíur það í huga aldur í starfi og
fullu fjöri.
Ég spurði öldung í Kákasus, hve
lengi æskan entist þarna.
Gabriel gamli, sem var aðeins 117
ára gaf mjög algilt svar. Hann sagði:
„Æskan endist til áttræðs. Þá var
ég ennþá ungur.“
Pitzhelauri prófessor hefur athug-
að langlífi í sambandi við hjúskap.
Hann fann út með athugunum á
15.000 manneskjum eldri en 80 ára,
að mjög sjaldan er það ógift fólk,
sem nær háum aldri. Mörg eldri
hjón hafa einmitt gengið í hjóna-
band um sjötugt. Og sumir hafa
gift sig hundrað ára að aldri.
Hann fullyrði að hjúskapur og
heilbrigt kynlíf sé mjög þýðingar-
mikið til langlífis.
Konur sem eiga börn ná hærri
aldri en barnlausar konur.
Meðal þeirra sem voru 100 ára
eða meira og rannsakaðir voru af
Pitzkhelauri prófessor var aðeins
2,5 af hundraði barnlaust. Hins veg-
ar áttu 23 af hundraði kvenna þess-
ara tvö eða þrjú börn, 44 af hundr-
aði fjögur til sex, 19 af hundraði
áttu 7—8 börn og 5 af hundraði
átti 10—15 börn. Nokkrar elztu
kvennanna áttu meira en 20 börn.
Gildi hamingjusams hjúskapar var
undirstrikað af 100 ára gömlum
manni í Azerbaizan, sem kvæntist
sjöundu konu sinni fyrir aðeins
þrem árum. „Hinar konurnar mín-
ar allar voru dásamlegar," sagði
hann, „en þessi er skapstirð og ég
hef elzt um 10 ár á stuttum tíma
síðan ég kvæntist henni. Eigi mað-
ur indæla konu, þá er auðvelt að
verða 100 ára,“ bætti hann við.
„ÞAU GETA EKKERT ÁN MÍN.“
Margt af „gamla fólkinu" í Káka-
sus leggur áherzlu á, að það vilji
vera sjálfstætt, frjálst og sjálfu sér
nóg. Það vill gera það, sem það
langar til og njóta þess, sem notið
verður og halda sér síðan utan og
ofan við áhyggjur og streitu. „Alls
staðar nú á dögum er fólk, sem
verður skammlíft, af því að það er
ekki frjálst," segir Sonja Kvedze-
nia í Atara 109 ára gömul. „Það er
með eilífar áhyggjur og gerir ekki
það, sem það langar til.“
Eitt af aðaleinkennum sameigin-
legt öllum á þessum þrem rann-
sóknarsvæðum, var hátt stig menn-
ingar og siðgæðis.
Allt það aldna fólk, sem ég komst
í kynni við þarna bjó með fjöl-
skyldu eða ættingjum oft í stórum
hópi og naut forréttinda í virðingu
og aðdáun sem ættfaðir eða ætt-
móðir, dáð fyrir vizku og lífs-
reynslu.
Allt var það talið ómissandi. Og
allt hafði það daglegum skyldum að
gegna, hlynna að blómum og gróðri,