Úrval - 01.09.1973, Blaðsíða 105
MARGAR HLIÐAR Á MARK TWAIN
103
var frá fjarlægum landshluta. Hann
bað mig því um meðmælendur.
Svör bárust, og Langdon kvaddi
mig á sinn fund á ný. Eg hafði bent
honum á sex virðulega menn, þar á
meðal voru tveir klerkar. Árangur-
inn var ekki uppörvandi. Allir þess-
ir menn tóku of stórt upp í sig, og
kváðust ekki geta gefið mér með-
mæli. Eftir að bréf þeirra höfðu
verið lesin upp sló á þögn. Mér datt
ekkert í hug til að segja, og herra
Langdon var greinlega í sama hug-
arástandi. Loks reisti hann fallegt
höfuðið, horfði á mig skærum og
hreinskilningslegum augunum og
mælti: „Hvers konar menn eru
þetta? Áttu engan vin í öllum heim-
inum?“
„Bersýnilega ekki“, ansaði ég.
„5É'g ætla að vera vinur þinn,“
sagði hann þá. „Taktu stúlkuna. Ég
veit betur en þeir.“
Það var vermihús á landareign
Langdons, fullt af hverskyns blóm-
um, sem dreift var til kunningj-
anna af miklu örlæti við ýmis
tækifæri. í bréfi til vinar sagði
Mark um vermihús þetta:
„Ég hef enn einu sinni misboðið
tilfinningum Livy. Um miðjan vet-
ur, þegar ég var hér, fórum við oft
út í vermihús, því óvenjumikið var
um dauðsföll og ættingjarnir komu
til að fá rósir á kisturnar, og í viku-
lokin var varla tylft eftir af hverri
tegund. Út af þessu lét ég mörg
gamanyrðin fjúka, en fór í taug-
arnar á Livy.“
Annan dag febrúarmánaðar 1870
smeygði Sam gullbaug á fingur Livy
ar, og þau voru yfirlýst hjón. Með
því hófst hjúskapur þeirra, sem
spannaði yfir 34 hamingjurík ár.
SKIN OG SKUGGAR
Þrem vikum eftir giftinguna
skrifaði Livy systur sinni: „Sue, við
Sam erum eins sæl og nokkur hjón
geta verið. Það er eins og dagarnir
séu eintómt sólskin án nokkurra
skugga."
Og í bréfi til eins vinar síns við
námuvinnsluna í Nevada sagði
Mark: „Ef hjónabandið er ævinlega
eins ánægjulegt og reynslan hefur
sýnt mér til þessa, þá hef ég eytt
illa þrjátíu árum af ævi rninni."
Tengdaforeldrum sínum skrifaði
hann svo um konu sína: „Livy
gengur sífellt betur og betur við
hússtörfin, og stundum kemur hún
mér á óvart með þekkingu sinni á
hlutum, sem mér hafði ekki dottið
í hug, að hún bæri nokkurt skyn-
bragð á.“
Livy, sem lesið hafði yfir öxl
hans, hvað hann skrifaði, bætti við
eftirskrift: „Ekki rétt!“
Þau settust að í Buffalo, en þar
hafði Sam keypt hlutabréf í dag-
blaðinu „Express". Hann hóf nú
jafríframt að rita mánaðarlegan
dálk fyrir tímarit í New York. Hann
fékk að skrifa um hvaða efni, sem
hann vildi, og riti þessu sendi hann
mjög skemmtilegar greinar.
En hið hamingjuríka líf þeirra
Marks og Livyar varð endasleppt.
f ágústmánuði, eða sex mánuðum
eftir að Jervis Langdon hafði gift
dóttur sína, dó hann úr krabba-
meini. Livy tók fráfall föður síns