Úrval - 01.09.1973, Blaðsíða 105

Úrval - 01.09.1973, Blaðsíða 105
MARGAR HLIÐAR Á MARK TWAIN 103 var frá fjarlægum landshluta. Hann bað mig því um meðmælendur. Svör bárust, og Langdon kvaddi mig á sinn fund á ný. Eg hafði bent honum á sex virðulega menn, þar á meðal voru tveir klerkar. Árangur- inn var ekki uppörvandi. Allir þess- ir menn tóku of stórt upp í sig, og kváðust ekki geta gefið mér með- mæli. Eftir að bréf þeirra höfðu verið lesin upp sló á þögn. Mér datt ekkert í hug til að segja, og herra Langdon var greinlega í sama hug- arástandi. Loks reisti hann fallegt höfuðið, horfði á mig skærum og hreinskilningslegum augunum og mælti: „Hvers konar menn eru þetta? Áttu engan vin í öllum heim- inum?“ „Bersýnilega ekki“, ansaði ég. „5É'g ætla að vera vinur þinn,“ sagði hann þá. „Taktu stúlkuna. Ég veit betur en þeir.“ Það var vermihús á landareign Langdons, fullt af hverskyns blóm- um, sem dreift var til kunningj- anna af miklu örlæti við ýmis tækifæri. í bréfi til vinar sagði Mark um vermihús þetta: „Ég hef enn einu sinni misboðið tilfinningum Livy. Um miðjan vet- ur, þegar ég var hér, fórum við oft út í vermihús, því óvenjumikið var um dauðsföll og ættingjarnir komu til að fá rósir á kisturnar, og í viku- lokin var varla tylft eftir af hverri tegund. Út af þessu lét ég mörg gamanyrðin fjúka, en fór í taug- arnar á Livy.“ Annan dag febrúarmánaðar 1870 smeygði Sam gullbaug á fingur Livy ar, og þau voru yfirlýst hjón. Með því hófst hjúskapur þeirra, sem spannaði yfir 34 hamingjurík ár. SKIN OG SKUGGAR Þrem vikum eftir giftinguna skrifaði Livy systur sinni: „Sue, við Sam erum eins sæl og nokkur hjón geta verið. Það er eins og dagarnir séu eintómt sólskin án nokkurra skugga." Og í bréfi til eins vinar síns við námuvinnsluna í Nevada sagði Mark: „Ef hjónabandið er ævinlega eins ánægjulegt og reynslan hefur sýnt mér til þessa, þá hef ég eytt illa þrjátíu árum af ævi rninni." Tengdaforeldrum sínum skrifaði hann svo um konu sína: „Livy gengur sífellt betur og betur við hússtörfin, og stundum kemur hún mér á óvart með þekkingu sinni á hlutum, sem mér hafði ekki dottið í hug, að hún bæri nokkurt skyn- bragð á.“ Livy, sem lesið hafði yfir öxl hans, hvað hann skrifaði, bætti við eftirskrift: „Ekki rétt!“ Þau settust að í Buffalo, en þar hafði Sam keypt hlutabréf í dag- blaðinu „Express". Hann hóf nú jafríframt að rita mánaðarlegan dálk fyrir tímarit í New York. Hann fékk að skrifa um hvaða efni, sem hann vildi, og riti þessu sendi hann mjög skemmtilegar greinar. En hið hamingjuríka líf þeirra Marks og Livyar varð endasleppt. f ágústmánuði, eða sex mánuðum eftir að Jervis Langdon hafði gift dóttur sína, dó hann úr krabba- meini. Livy tók fráfall föður síns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.