Úrval - 01.09.1973, Blaðsíða 73
é'g er skjaldkirtill jóns
71
mikið, slitnar sambandið við örv-
unarvökva heiladingulsins. Og þá
kemst aftur regla á hlutina. Ég er
því bæði undir líffræðilegu og
efnafræðilegu eftirliti.
Þetta er skýring þess, hvers
vegna streita og áhyggjur gætu örv-
að mig til mismunandi magns af hor
mónum, sem gera Jón á stuttum
tíma eins og hálfgert brak af sjálf-
um sér. Hann verður þá líkt og
svipur hjá sjón og verður kannske
að fara á geðveikrahæli óðar en
varir.
Dauðsfall í fjölskyldunni, mistök
í atvinnurekstrinum, alvarlegt um-
ferðarslys, áköf læknismeðferð,
hjúskaparerjur — allt þetta getur
haft alls konar keðjuverkanir á
löngum tíma og leitt til margvís-
legra sjúkdómstilfella.
Áhyggjum hlaðinn heili getur of-
hlaðið heiladingulinn, sem aftur
hrópar á mig til aðstoðar, þegar
„fínu taugarnar" eru í uppnámi.
Þá fer ég að flýta Jóni fram á
yztu nöf. Að ýmsu leyti er ég veik-
asti hlekkurinn í allri líkamskeðju
Jóns. Ýmislegt getur orðið að mér.
Stjórnan min er svo hárnákvæm,
og hormónaframleiðslan háð svo
mörgu öðru, svo að eitthvað í öllu
kerfinu getur gengið úrskeiðis og
valdið vandræðum.
Skortur á joðsamböndum getur
orsakað ýmis vandamál.
Jón, og fólk yfirleitt í þróuðu
löndunum er þar í lítilli hættu.
Sjófang og grænmeti við sjávar-
síðuna er auðugt af joðsambönd-
um. En sé slík fæða ekki nægile?,
verður að taka til joðsalta og þá
kemur til minna kasta að bjarga
öllu við.
En fólk víða um heim er ekki í
eins heppilegu umhverfi og Jón
með joðefnaríka fæðu. í fjallahér-
uðum er víða svo ástatt, að joð-
efni vantar bókstaflega í jarðveg-
inn og vatnið.
Svipað má segja um svæði, þar
sem skriðjöklar hafa vaðið yfir og
vaskað bókstaflega joðsamböndin
úr jarðveginum þegar þeir bráðn-
uðu. Á slíkum svæðum er joðvönt-
un oft afdrifarík.
Mitt hlutverk gagnvart joðskorti
er að bæta við milljónum nýrra
fruma, sem auka áhrif þeirra joð-
sambanda, sem fáanleg eru.
Þá get ég vaxið í vigtinni frá ör-
fáum grömmum í mörg grömm.
Þetta er hálseitlabólga, sem orsak-
ast af joðskorti. Hún breytir útliti
allmikið en er ekki hættuleg heilsu
yfirleitt, nema kirtillinn verði svo
stór, að han þrengi að barkanum.
Ýmislegt getur gjört mig að
mestu óvirkan. Úrkynjun, eiturlvf
og sjúkleiki eyða auðveldlega áhrif-
um efna þeirra, sem ég framleiði
eða sljóvga framleiðslu þeirra eða
stöðva hana alveg.
Ennfremur af ástæðum, sem eng-
inn getur útskýrt get ég hætt störf-
um eða lokað mig inni, hrörnað og
komizt í flokk óstarfhæfra kirtla.
Aðrir kirtlar framleiða þá ef til vill
of lítið af örvandi efnum handa mér,
sem ég þarf að nota til starfa.
Auk annarra öfga getur einnig
komið til offramleiðslu hjá mér af
ýmsum ástæðum — eins og þegar
mig vantar joðsambönd. Og þótt