Úrval - 01.09.1973, Blaðsíða 111
MARGAR HLIÐAR A MARK TWAIN
109
hét eftir honum, og hann tók í stýr-
ið til að sýna, að hann væri ekki
með öllu búinn að gleyma þeim
hlutum.
Þegar Livy var stödd í Maine
þetta sumar, greip hana síðasti
sjúkleikinn. Hún mátti til að sitja
uppi í rúminu mestalla nóttina til
að ná andanum. Læknarnir sögðu,
að hún þjáðist af hjartveiki og
taugaslappleika.
Næsta haust og vetur varð hún
að halda kyrru fyrir í herbergi
sínu, og Clemens var bannað að
heimsækja hana. Á 33. brúðkaups-
afmæli þeirra í febrúar fékk hann
einungis að dvelja hjá henni í fimm
mínútur.
Læknarnir ráðlögðu Livy að
dvelja vetrarlangt í Florence, og
þau hjónin sigldu til New York í
október 1903. En í maí mátti aug-
ljóst vera, að Livy væri að örmagn-
ast. Eftir stutt hlé, þegar hún sýnd-
ist snögglega yngjast upp, þóttist
maður hennar sjá á henni uppgjaf-
arsvip.
Þegar hún gaf upp öndina að
kvöldi 5. júní, þar sem hún sat uppi
í rúminu með súrefnisslöngu í
munninum, kom það honum alls
ekki á óvart. Hann var við öllu bú-
inn. Þegar hann horfði á hana í síð-
asta sinn, minntist hann litlu mynd-
arinnar af henni, sem hann hafði
séð hjá Charles Langdon, bróður
hennar.
Á 70 ára afmælisdegi Mark
Twains heimsóttu hann næstum
tvö hundruð manns, sem allir voru
eitthvað viðriðnir bókmenntir. Þar
hélt hann ræðu:
„Ég hef náð mínum sjötíu ára
aldri á venjulegan hátt: með því að
halda fast við lífsvenjur, sem
mundu ráða niðurlögum allra ann-
arra. Ég hef gert mér að reglu að
fara í háttinn, þegar ekki var leng-
ur neitt til að sitja við. Og ég hef
ævinlega farið á fætur, þegar nauð-
syn krafði. Þetta hefur leitt til
reglulegrar óreglu.
Ég hef gert mér að venju að
reykja aldrei nema einn vindil í
einu. Ennfremur að reykja aldrei
sofandi. Varðandi drykkju hef ég
enga reglu. Þegar aðrir þjóra, lang-
ar mig til að hjálpa til. Líkamsæf-
ingar hef ég engar stundað aðrar
en að sofa og hvíla mig.“
Twain hafði yndi af að klæðast Ox-
fordskikkjunni sinni. „Fötin skapa
manninn. Nakið fólk hefur ekki
mikil áhrif,“ sagði hann.