Úrval - 01.09.1973, Blaðsíða 101

Úrval - 01.09.1973, Blaðsíða 101
MARGAR HLIÐAR Á MARK TWAIN 99 manni sýn. Og sé ekki stjörnubjart, verður minnið og reynslan að ráða íerðinni.“ Sam varð að muna dýpið á fimm hundruð stöðum milli borganna St. Louis og New Orleans, ásamt ýmsu öðru eins og grynningum og þar fram eftir götunum. Hann öðlaðist ennfremur annars konar þekkingu. Um borð í þessum stóru fljótabátum ferðuðust ýmsar manngerðir. Auðugir fjárhættuspil- arar og plantekrueigendur sátu að spilum í reykmettuðum vínstúkun- um. Annars staðar héldu sig heilu fjölskyldurnar, margar með hesta sína og vagna, en þetta voru land- nemar á leið sinni vestur á bóginn. Þarna ægði sem sé saman hinum ó- líkustu manngerðum. í bókinni „Lífið á Mississippi“ skrifar Mark Twain: „Á þessum stutta en fjölbreyti- lega námstíma komst ég persónu- lega í kynni við næstum allar þær mörgu manngerðir, sem fyrirfinn- ast. Hvenær sem ég rekst á vel gerða skapgerðarlýsingu í skáld- sögu eða ævisögu, vaknar áhugi minn venjulega af því þessari sömu manngerð hef ég áður haft kynni af á fljótinu." Sam útvegaði bróður sínum, Henry, starf á „Pennsylvania", sem var einn stærsti báturinn á öllu fljótinu. Sem strákur hafði Sam oft strítt Henry óþyrmilega, en seinna urðu þeir bræður afar samrýmdir. Nú var Henry orðinn - tvítugur, myndarlegur og greindur piltur, sem Sam var stoltur af. í miðjum júní 1858 gerðist sá sorgaratburður á „Pennsylvania“, að fjórir af átta gufukötlum skips- ins sprungu. Framendi skipsins sprakk í loft upp, og margir menn létu lífið þegar í stað, þar á meðal bátsstjórinn. Aðrir brenndust meira eða minna. Henry var einn þeirra, sem særðust alvarlega. Sam fann hann á rúmfleti í sam- komuhúsi einu, sem breytt hafði verið í sjúkraskýli. Þarna voru enn fremur yfir fjörutíu menn aðrir það illa farnir, að þeim var naumast hugað líf. Sam var tjáð að bróðir hans væri illa brenndur. „Sjónin, sem ég sá, þegar ég kom inn í stóran salinn, var nýstárleg og óvænt fyrir mig,“ skrifaði Sam seinna. „Hinir særðu lágu í tveim röðum á lágum fletum og öll and- litin vafin bómullargrisjum. Hávaði var þarna mikill. Þarna dvaldist ég sex sólarhringa, og var það þung- bær reynsla. Sérstaklega var ömur- legt að horfa upp á þá dauðvona borna til herbergis afsíðis, svo þeir hæfu dauðastríðið ekki fyrir aug- unum á hinum. Allir vissu, hvert verið var að fara með þá. Allt var gert til að bjarga lífi Henrys, en það kom fyrir ekki. Að kveldi sjötta dagsins var einsýnt, hvernig fara myndi, og við bárum hann til her- bergis hinna dæmdu“. Sam ásakaði sjálfan sig fyrir að vera valdur að ráðningu bróður síns á bátinn. Hann skrifaði svo- látandi til konu Orions: „Menn eru að taka í hönd mér og óska mér til hamingju með að vera ekki um barð í „Pennsylvania", þegar bátur- inn sprakk í loft upp! Megi guð fyr-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.