Úrval - 01.09.1973, Blaðsíða 57
HOLL RÁÐ í HJÓNABANDI
55
daginn. Stundum förum við þá sam-
an út að borða. En stundum hvílum
við okkur rólega og etum svo egg
og brauð með ánægju án nokkurrar
fyrirhafnar.
Bræðrakerfið bætir ekki hjúskap
þar sem hatur og kæruleysi hafa
náð tökum á hjónunum.
Það átti að vera til að hjálpa
þeim konum og karlmönnum, sem
finna sig í fjötrum sem hindra þau
í að njóta gæða lífsins. En án ást-
ar sem öruggs grundvallar verður
það varla að gagni.
Ekki verður það heldur að notí
um þar sem manninn skortir dreng-
lund til að viðurkenna sjálfstæði
konu sinnar.
Ég tel fullsannað, að flestir karl-
menn munu verða hamingjusamari
í frjálslegu hjónabandi en í gamal-
dagsfjötrum, þar sem allt á að vera
á valdi eiginmannsins og undir
hann gefið. Aðeins í frálsum hjú-
skap geta bæði maður og kona not-
ið hins hlýja félagsskapar, trausta
kynlífssambands og lifandi ein-
lægni, sem vex fram af ástum og
þroska ágætra jafningja.
Við fluttum inn í nýja húsið okkar og sáðum ógrynni af grasfræi.
En miklar rigningar skoluðu því öllu inn í garð nágrannans. Aftur
sáðum við grasfræi, og sagan endurtók sig, og svo koll af kolli, þar
til grasið í garði nágrannans var orðið geysimikið. Við vorum í öng-
um okkar, og þá kom litli sonur nágrannans til okkar og sagði:
„Pabbi segir, að tími sé til kominn fyrir ykkur að koma og slá
grasið ykkar.“
Brúðkaupsafmælið okkar var enn einu sinni komið, og nú ákvað
ég að láta vera að minna manninn minn á það með margs konar
litlum „leiðandi“ orðum, eins og ég hafði áður gert. Ég hugsaði
með mér, að nú yrði hann að muna eftir því af sjálfsdáðum. Af-
mælisdagurinn gekk í garð — og leið, án þess að nokkur merki
sæjust um, að hann myndi eftir afmælinu. Ég minntist ekkert á
það heldur, og vika leið og meira til. Þá kom hann allt í einu heim
með blóm, konfekt og hann bauð mér út. „Hvað er um að vera?“
spurði ég. Hann svaraði: „Áttu við, að þú munir ekki eftir því, að
nú höfum við verið gift í nákvæmlega ellefu ár, eina viku og tvo
daga?“
í Hawaii er tíðkað að nýir vegir hljóti blessun klerks. Því var
það, að á nýjum þjóðvegi var um skeið skilti, sem á stóð: „Þið akið
áfram á eigin ábyrgð. Vegurinn hefur enn ekki hlotið opinbera
blessun."