Úrval - 01.09.1973, Blaðsíða 110
108
ÚRVAL
hagslega, en áliti sínu og virðingu
má hann ekki glata. Þess vegna
verður hann að greiða skuldir sín-
ar að fullu.“
Hin erfiðu ár milli 1891 og 1894
ritaði Twain ferðagreinar fyrir
blaðið „Sun“ í New York, ýmsar
frásagnir og sögur, — og fjórar
bækur.
En augljóst var, að hann myndi
eigi getað losað sig úr skuldunum
með ritstörfum einum, svo hann
greip til gamla úrræðisins, fyrir-
lestranna.
Með því að halda sig innan tak-
marka Bandaríkjanna og Kanada
mundi hann hafa komist yfir erfið-
leikana. En nú var hann kominn
fast að sextugu og var orðið ógeð-
fellt að stíga í ræðustól. Því fékk
hann þá hugmynd, að ferðalag vítt
um heim mundi skapa sér efni í
nýja ferðabók, sem fjallaði um fólk
og staði, sem hann hefði aldrei rit-
að um áður. Eftir eitt ár ætti hann
að geta byrjað á bók, sem losaði
hann úr öllum skuldum.
í maí 1895 kom Clemens-fjöl-
skyldan til New York frá Southam-
ton, og hinn 14. júlí fóru þau hjón-
in ásamt Clöru til Cleveland,
fyrstu borgarinnar af hundrað, sem
hann hugðist heimsækja. Þaðan
héldu þau til Vancouver á austur-
ströndinni, og síðan með skipi yfir
Kyrrahaf. Heimsferðalagið var haf-
ið.
Ferð þessi heppnaðist með ágæt-
um, og innan fárra ára höfðu allir
lánadrottnar Clemens fengið sitt
með fullum skilum.
Til Englands komu þau 31. júlí
1896.
Gefum nú Twain orðið. „Viku
seinna, þegar þær Susy og Jean
hefðu átt að koma frá Bandaríkjun-
um, barst okkur í staðinn bréf. Þar
stóð, að Susy væri eitthvað lasin,
en ekkert alvarlegt. En við fyllt-
umst óróa og tókum að senda sím-
skeyti og biðja um nánari fréttir.
Allan daginn kom ekkert svar, —
og skipið átti að fara frá Southamp-
ton næsta dag á hádegi. Clara og
mamma hennar byrjuðu að pakka
niður, svo allt yrði tilbúið, ef frétt-
irnar reyndust slæmar. Loks kom
símskeyti, sem sagði, að batinn
mundi taka langan tíma en engin
hætta væri á ferðum, batinn kæmi
örugglega. Mér létti stórlega, en
svo var eigi um konu mína. Þær
mæðgur fóru undir eins um borð í
gufuskipið og stefndu í vesturátt.
Ég varð eftir.
Þetta gerðist 15. ágúst 1896.
Þrem dögum síðar, þegar þær mæðg
ur voru komnar hálfa leið yfir haf-
ið, stóð ég í setustofunni, þegar
símskeyti var lagt í hönd mína. í
því stóð: „Susy fékk friðinn í dag.“
Hún var þá 24 ára og fimm mánaða
gömul. Hinn 23. ágúst voru móðir
hennar og systir viðstaddar útför
hennar, — stúlkunnar, sem verið
hafði okkur svo mikils virði.“
SÍÐUSTU ÁRIN
Sumarið 1902 var Mark Twain
boðið til Missouri, en háskólinn þar
hugðist veita honum doktorstign
í heiðursskyni.
Hann þáði boðið, og á leiðinni til
Missouri kom hann við í St. Louis.
Þar var honum boðið um borð í
hafnarbát borgarinnar, sem einmitt