Úrval - 01.09.1973, Blaðsíða 116
114
ÚRVAL
og sérfræðingur í að halda athygli
áhorfenda fanginni frá fyrstu til
síðustu mínútu. Alfred Hitchcock er
nú 73 ára gamall, og enn í fullu
fjöri og alltaf jafn hugmyndaríkur.
Á síðast liðinni hálfri öld hefur
hann gert 52 kvikmyndir sem seldar
hafa verið fyrir 200 milljónir doll-
ara (hátt í 20 milljarða króna), að
því er segir. Einnig hefur hann
stjórnað 350 geysivinsælum sjón-
varpsþáttum sem allir voru þrungn-
ir morðum og óvissu.
Þessir tveir þættir, morð og ó-
vissa, að viðbættri smitandi kímni-
gáfu og smásmugulegri nákvæmni
í hverju einstöku atriði, hafa aflað
Hitchcock þess orðspors, að hann sé
einn örfárra starfandi kvikmynda-
leikstjóra, sem brúað hefur kyn-
slóðabil þöglu myndanna og' tal-
myndanna. Þær myndir sem hann
gerði á fyrstu árum ferils síns, eins
og „The 39 Steps“, „The Secret Ag-
ent“ og „The Lady Vanishes11 eru
enn jafn spennandi og þær voru
fyrir tæpum 40 árum. Með mynd-
inni „North by Northwest" skóp
hann forskrift hinnar vönduðu og
sérviskulegu formúlu, sem allar
myndir í James Bond-stíl hafa hlið-
sjón af. Margir telja mynd hans
„Psycho" bera höfuð yfir kvik-
myndir sem framleiddar hafa verið,
hvað spennu og óvissu snertir. Og
síðasta mynd hans „Frenzy“ var af
gagnrýnendum talin ein af 10 bestu
myndum ársins 1972.
Um það eru allir sammála, að
Hitchcock er framúrskarandi fjöl-
hæfur, og þó að hann hafi stjórnað
öllu frá handriti til höfuðfata í
myndum sínum, hefur hann næst-
um einn síns liðs þróað hina sígildu
leynilögreglukvikmynd frá þeirri
einföldu spurningu: „Hver gerði
það?“, sem svarað var á síðustu
mínútu hverrar kvikmyndar, til
myndarinnar, þar sem spennan
grípur áhorfandann á fyrstu mín-
útu og helst þar til á síðustu sek-
úndu, bragðbættri með ósjálfráðum
ópum og krydduð með hlátri. Það
er ekkert sjálfsagt í hugmyndarík-
um heimi Hitchcocks. Á hinum
sakleysislegustu augnablikum mynd
anna skýtur upp nýrri spennu, nýj-
um brögðum. Vínflaska inniheldur
leyndarmál kjarnorkusprengjunn-
ar, ástkær ættingi reynist vera
harðsvíraður morðingi, og þjóðar-
minnismerki eins og Frelsisstyttan
verður vettvangur næstum óbæri-
legs spennings.
Hitchcock er ekki aðeins stjórn-
andi mynda sinna, heldur hefur
hann leikið í mörgum þeirra. í
einni af fyrstu myndum sínum,
„The Lodger“ átti blaðamaður að
sitja við skrifborð. Til að spara
auka útgjöld við að leigja mann í
það hlutverk sat Hitchcock þar
sjálfur. f næstu myndum á eftir
kom hann fram, þegar þörf var á
manni í aukahlutverk. Gagnrýnend-
ur fóru fljótlega að veita athygli
auðþekkjanlegu útliti Hitchcocks.
Það er ekki lengur í sparnaðar-
skyni sem Hitchcock kemur fram í
hópatriðum. Á síðari árum hefur
athygli áhorfenda um of beinst að
„Hitchcock-atriðinu" í myndunum.
Því hefur „Hitchcock-atriðinu" í
hverri mynd verið flýtt eins og
kostur er, því þegar Hitchcock hef-
ur einu sinni birst kemur hann ekki