Úrval - 01.09.1973, Blaðsíða 128
126
ÚRVAL
þyngdust ef til vill með einu barni
aðeins, oft því síðasta.
Eins og fyrr er sagt, byrjuðu
karlar oft að fitna á miðjum aldri,
m. a. í sambandi við breytingu á
vinnu eða eftir stofnun heimilis.
Líkamlegt erfiði krefst aukinnar
fæðutekju miðað við kyrrsetur,' og
þá eykst matarlystin að sjálfsögðu.
Á sama hátt ætti matarlyst að
minnka, ef kyrrsetuvinna tekur við
af erfiðisvinnu. En því miður virð-
ist líkaminn ekki gefa til kynna,
eða menn sinna ekki ábendingum
hans og halda af vana áfram að
borða jafnmikið og áður. Og þá
getur ekki farið nema á einn veg,
maðurinn fitnar. Hitt er svo bót í
máli, að offituna er auðvelt að
losna við, sé ráð í tíma tekið. Flest-
ir þessara manna viðurkenndu, að
þeir borðuðu mikið af brauðmat og
sykri, notuðu meðal annars mikinn
sykur í te oft á dag. Og þegar þess
er gætt, að hver sykurmoli vegur
um 2Vz gramm og gefur þannig 10
hitaeiningar, þarf engan vélheila til
að sjá, að í einum bolla með 5 syk-
urmolum fáum við 50 hitaeiningar
eða litlu minna en í einu hænueggi.
Ef bollarnir eru 2 til 3 og með te-
inu eða kaffinu borðað eitthvert
meðlæti, jafngildir þetta vænni
máltíð.
Niðurstöður Kemps læknis eru í
stuttu máli þessar:
1. Offita virðist oftast stafa af of-
neyzlu kolvetna (sykur, brauð og
kökur).
2. Offitan er þeim mun erfiðari
viðfangs sem hún er meiri og hefir
varað lengur.
3. Mikil offita er miklu tíðari hjá
konum en körlum. Stafar það með-
al annars af því, að stúlkum á
barns- og unglingsaldri hættir frem
ur við að fitna en piltum.
4. Af þessu leiðir, að baráttan
gegn offitu þarf að hefjast þegar á
fyrstu áratugum ævinnar, og þar
hvílir mikil ábyrgð á barnalæknum.
Og líkt má segja um hlutverk
þeirra, sem annast barnshafandi
konur.
5. Engin lyf virðast geta unnið
bug á offitunni, þegar til lengdar
lætur.
Bobby Fischer og Shakespeare
Larry Eldridge fréttamaður blaðsins The Christian Science Moni-
tor lauk grein um, hvernig taflmennirnir gengju á borðinu, þannig:
,,Jæja, nú eigið þið að vita allt, sem Bobby Fischer veit um það,
hvernig taflmennirnir ganga. — Auðvitað, verð ég að játa, að þið
vitið líka allt það, sem Shakespeare vissi um stafrófið.“
Orð verðum við vissulega að telja meðal öflugustu deyfilyfja, sem
upp hafa verið fundin.
Leo Rostein.