Úrval - 01.09.1973, Blaðsíða 61
HVERNIG Á AÐ TALA VIÐ BARNIÐ?
59
Barn þarf aS finna, að foreldrar
búast við aðstoð og þátttöku í ábyrgð
gagnvart fjölskyldu sinni án tillits
til launa í staðinn, nema auðvitað
þakklætis og ástúðar.
Auðvitað má veita börnum vasa-
peninga, en ekki borga þeim fyrir
hvert viðvik.
HVERNIG HINDRA SKAL
KVÖLD-DRALL Á HÁTTATÍMA.
Háttatími skólabarna þarf að vera
ofurlítið sveigjanlegur.
Móðirin getur sagt sem svo: Þú
háttar milli kl. 8—10. Þú getur
fundið, hvenær þig fer að syfja.
Barnið lærir þannig að ákveða
svefnþörf sína. Hún verður á eigin
ábyrgð og háttatíminn sjálfráð at-
höfn.
Mörg börn reyna að dralla sem
lengst á kvöldin, aðeins af því for-
eldrarnir reka þau í rúmið sem
allra fyrst.
Sé þeim leyft að ráða vilja þau
oft hátta fyrr en seinna.
Háttatímann má þá nota til sam-
ræðna og íhugunar ýmiss konar
áhugamála.
Þannig gefst börnunum tækifæri
til að bera fram óskir, ræða ótta
sinn, ætlanir og vonir.
HVERNIG SIGRAST SKAL Á
ÓTTA OG ANGIST.
Bezta lyfið gegn ótta er að láta
barnið finna sig frjálst, kenna því,
að það má hugsa, óska og dreyma,
án þess að það missi ástúð þína
og virðingu.
Börn þurfa að vita, að allar þeirra
tilfinningar séu lögmætar, eðlileg-
ar, hvort heldur þær eru neikvæð-
ar, jákvæðar eða ómerkilegar. Hægt
er að hjálpa börnum yfir margs
konar sektarkenndir, angist og
kvíða með því að kenna þeim, að
allar tilfinningar séu eðlilegar —
mannlegar.
Aðeins breytnin getur verið góð
eða vond. ímyndanir og kenndir
eru hvorugt. Segðu ekki óttaslegnu
barni, að ekkert sé að óttast. Það
verður aðeins ennþá hræddara. Til
viðbótar upphaflegu hræðslunni
verður það nú hrætt við að vera
hrætt.
Þegar Rósa litla 10 ára talaði um,
hve mjög hún óttaðist prófið, sagði
pabbi hennar aðeins: ,,Já, próf geta
verið anzi erfið.“ Róleg viðurkenn-
ing er yfirleitt bezt, án þess að
taka þátt í óttatilfinningu barnsins.
HVAÐ Á AÐ GERA VIÐ
HEIMAVERKEFNIN?
Heimaverkefnin eru málefni barns
og kennara þess. Taki foreldrar þau
að sér, þá ganga þeir í gildru.
Heimaverkefni geta orðið vopn
og refsivöndur barns á foreldrana,
skapað þeim áhyggjur og atvinnu.
Þau eru ætluð ábyrgð barnsins og
því til þroska. Foreldrar, sem minna
á þau og nöldra um þau, eyðileggja
gildi þeirra og ágæti til sjálfsstjórn-
ar.
Bezta hjálpin, sem foreldrar geta
veitt, er óbein í þessum málum.
Heppilegt skrifborð, gott liós.
hjálparrit og gott næði. Við os við
sætu foreldrar útskýrt aðalatriði og
hlýtt yfir.
En sé barn í raun og veru ráða-
laust og biðji aðstoðar, þá geta for-
eldrar hjálpað. En of mikil híáin