Úrval - 01.09.1973, Blaðsíða 41
ÁSTARORÐIN BJÖRGUÐU LÍFI MÍNU
39
„Þá verðurðu að kalla hærra, svo
að við getum heyrt í þér.“
Allan þann morgun grófu þeir
niður í átt til mín. Að síðustu voru
þeir komnir svo nærri, að hægt var
að talast við eðlilegum rómi. Sá,
sem var góður í enskunni talaði
oftast.
„Hafðu ekki áhyggjur, Sue. Við
erum komnir mjög nærri. Það er
ekki langt eftir.“ „Hvar er maður-
inn minn og barnið mitt?“ spurði
ég.
„Þau eru bæði örugg á spítala.
Bamið er ómeitt. Meiðsli Jerrys
eru óveruleg. Þau bíða eftir að fá
að sjá þig.“
Að lokum virtust þeir vera að
vinna kringum fæturna á mér. Ég
mun aldrei gleyma því töfraandar-
taki, þegar ég fann hönd snerta á
mér tærnar og taka síðan utan um
þær.
„Hún er hér!“ heyrði ég einhvern
segja, og það kom stutt gleðióp að
ofan. Röddin sagði: „En þér er kalt
á fótunum.“ „Hendur þínar eru
yndislegar og hlýjar,“ sagði ég.
Hann nuddaði á mér fæturna.
„Claude, vinur minn, fór rétt í
þessu aftur upp göngin til þess að
ná í flösku af heitu vatni handa
þér.“ „Flösku af heitu vatni?“ end-
urtók ég hissa. Hvernig gátu þeir
náð í flösku með heitu vatni í
miðjum jarðskjálfta? Hann las
hugsanir mínar.
„Hann stöðvar einn sjúkrabílinn
og lætur heitt vatn renna af vatns-
kassanum í vínflösku.“
„Sagðirðu hvað þú hétir?“ spui'ði
ég.
Þremur mánuðum eftir jarðskjálft-
ann komum við aftur á staðinn, ég,
Jerry og dóttirin Diane.
„Hubert. Við erum sjóliðar frá
frönsku flotastöðinni. Við erum að
koma með lækninn okkar niður til
þín.“
„Hvað verður langt þangað til ég
kemst út?“
„Við vitum það ekki enn, vegna
þess að við verðum að vera mjög
gætnir."
Ég gat heyrt í þeim næsta
klukkutímann vera að stækka hol-
una kringum fæturna á mér. Og nú
höfðu þeir vafið þá inn í teppi ofan
á heitri vatnsflösku. Hubert sagði
mér líka, að læknirinn ætlaði að
gefa mér sprautu í æð í fæti.
„Allt í lagi,“ sagði ég samþykkj-
andi. Eftir hina áköfu gleðitilfinn-
ingu þegar þeir komust til mín, var
mér þyngra en áður. Eg fann að
eitthvað var ekki, eins og það átti
að vera, og að síðustu skýrði Hu-