Úrval - 01.09.1973, Blaðsíða 25
ENGINN JAFNAST Á VIÐ DICKENS
23
mikill hégómi til að vera nefndur
veruleiki.
Dickens var frumlegur, persónu-
gerð úr einni af sínum eigin skáld-
sögum.
Hann setti raunar eigin persónu
í eina þeirra og hafði endaskipti á
upphafsstöfum í nafninu sínu og
nefndi persónugerving sinn David
Copperfield.
Einn vina hans minnist göngu-
ferðar með honum um fátækra-
hverfi Lundúna, þar sem Dickens
sagði honum frá stórgerðum, kaf-
rjóðum krakka, sem hékk um axlir
föður síns og faðirinn stingur einu
og einu kirsuberi í gapandi munn
drengsins.
Við miðdegisverðarborðið, þar
sem Dickens sat við hlið amerískr-
ar hefðarfrúr, konu frábærs dokt-
ors, og hann heyrði hana ávarpa
eiginmann sinn, með hinu þá fá-
heyrða gælunafni „darling“, ástin
mín, fannst honum það svo fyndið,
að hann hló þangað til han valt út
af stólnum, svo aðeins sá í fætur
hans, sparkandi í ofsakasti.
Bak við hrossaleikinn var hugur
snillings, drifinn af krafti og fá-
dæma atorku. Þegar mestu hugsuð-
ir brezka útvarpsins voru spurðir
um nöfn tveggja mestu skáldsagna
heimsins, nefndu þeir umsvifalaust
Pickwick Papers og Stríð og frið.
Og meðan Dickens var enn að
skapa sitt aðalverk, var hann ráð-
inn í fullt starf sem útgefandi bók-
menntatímarits, skrifaði óperu-
texta og sat við að semja upphaf
annarrar skáldsögu til að fullnægja
eftirspurn verka sinna sem ungs
Weller og Pickwick.
og glæsilegs höfundar. Sú saga heit-
ir Oliver Twist.
Það sem eftir var ævinnar, hafði
hann ávallt tvö eða þrjú stærri
verkefni í eldinu í einu.
Áður en hann lauk við Oliver
Twist hafði hann byrjað á Nicholas
Nickleby. Og áður en hann lauk
við Nicholas Nickleby hóf hann að
rita eða undirbúa The old Curiosity
Shop. (Gamla skriflabúðin).
Og allan þann tíma, sem hann
vann sem ritstjóri og útgefandi
tímaritsins og skóp upphaf og endi
leikrita, stundaði hann fjölbreytt
bréfaviðskipti og tók þátt í uppá-
halds tómstundastarfi sínu sem
sjálfboðaliði við leikhús.
Lestur verka hans var helzta á-