Úrval - 01.09.1973, Blaðsíða 56
54
ÚRVAL
hennar snerist allt um amstur og
smámuni hins daglega lífs.
„Hann er svo hræðilega óþolin-
móður við mig,“ sagði Norma.
„Hann getur bókstaflega ekki hlust-
að á mig. Og um kynlíf er ekki að
ræða. Hann er alltaf uppgefinn. Eða
þá að ég mundi verða það.“
Hér var sannarlega kominn tími
til að breyta lífsháttum hjónanna.
Ég ráðlagði henni samkvæmt
Bræðrakerfinu að halda heim og
hugsa rækilega um hvað hún væri
og hvað hún vildi vera.
Daginn eftir kom Norma sigri
hrósandi. „Ég hef gjört ljómandi
lista,“ sagði hún. „Ég sýndi Allan
hann, og hann sagði: Nei, heyrðu
nú, ekki hélt ég, að þú hugsaðir
svona.“
Norma óskaði að fara í frönsku-
tíma. Fara svo til Frakklands og
læra matreiðslu, synda, leika golf
og kynna sér starfsemi og viðskipti
Allans — og síðast en ekki sízt að
léttast um 20 pund.
Ég ráðlagði Normu að byrja strax
á þrem verkefnum: Frönskunám-
skeiði fyrir fullorðna, sundiðkun í
sundhöll hverfisins og — það sem
Allan fannst bezt af öllu •— sækja
námskeið í starfsemi hans við gerð
og útgáfu vikurita og blaða.
Jæja — og nú að ári liðnu, er
Allan hrifinn af sinni áhugasömu
og áhrifamiklu, töfrandi húsfreyju.
Hann er líka farinn að læra frönsku.
„Við ætlum til Frakklands í næsta
sumarleyfi," segir hann, „og getum
þá að minnsta kosti bjargað okkur
sjálf í málinu.
Norma hefur nú þegar lært að
synda og einmitt við það nám hef-
ur hún losað sig við nokkur pund.
Seinast þegar ég sá hana var hún
hamingjusöm, grannvaxin, ungleg
kona, og sagði mér, að aldrei hefði
sér dottið í hug, að þau Allan gætu
orðið eins hamingjusöm og þau
væru nú.
3. Hver er sjálfum sér næstur;
að minnsta kosti oftast.
Samfélagið hefur heilaþvegið kon-
ur í þeirri sannfæringu, að eigin-
maður og börn eigi alltaf að ganga
fyrir gagnvart þeim og þeirra ósk-
um.
Samfélagið hefur aldrei lagt
áherzlu á það við konur, sem er þó
algengt hjá karlmönnum, að hver
sé sjálfum sér næstur.
Þar með er ég þó ekki að hvetja
til eigingirni, heldur bendi aðeins
á grundvallaratriði sjálfrar tilver-
unnar.
Þú þarft að ákveða, hve mörg
börn þú vilt eiga eða ekki eignast,
hvaða vini þú velur, hverra sam-
banda þú óskar þér og fjölskyldu
þinni. Þetta er meginatriði þess,
sem móta mun líf þitt nú og á
næsta áratug.
Það er ekkert rangt við að gefa
sjálfum sér forréttindi við og við.
þótt auðvitað sé bæði barnalePt og
ranglátt að láta eftir öllum sínum
eigin duttlungum.
Þegar ég kom heim frá vinnu-
stofu minni í sjónvarpinu hafði é't
stundum ekki matarlyst vegna
þreytu og því síður krafta til mat-
reiðslu.
Og þegar maðurinn minn sér, að
maturinn er ekki tilbúinn sér hann
og skilur, að ég get ekki meira þann