Úrval - 01.09.1973, Blaðsíða 40
38
ÚRVAL
um mál. Við gátum heyrt dauf óp
annars innilokaðs fólks, sem kallaði
á hjálp. Og það sem verst var, við
fórum að finna nýja jarðskjálfta-
kippi.
Nú kallaði Jerry æstur: „É'g get
séð ljósskímu núna. Ég ætla að
reyna að komast út um útvegginn.“
„Gættu að þér Jerry. Elsku,
gættu að þér. Hvernig er Díana?“
„Henni líður vel, kemur hérna á
eftir mér og grefur dálítið líka.“
Hvorugt okkar gerði sér í raun-
inni grein fyrir því, að um leið og
Jerry nálgaðist útvegginn, varð erf-
iðara fyrir mig að heyra til hans.
Ég hafði aðeins óljósa hugmynd um
það, sem gerðist. Ég fékk það á
heilann, að eitthvað hefði komið
fyrir þau, og það þjáði mig mjög.
Ef Jerry og Díana voru dáin, þá
vildi ég ekki lifa heldur.
Næstu klukkustundir voru senni-
lega þær verstu, sem ég hef reynt.
Ég lá fangelsuð í myrkri gröf og
hugsaði, að bæði Jerry og Díana
væru dáin og að ekki mundi líða
á löngu, þar til ég sameinaðist
þeim. Það var þá, sem ég bað.
„Góði Guð, ef Jerry og Díana eru
dáin, láttu mig þá deyja líka, en ef
þau eru á lífi og örugg, lofaðu mér
þá að lifa. Ég vil lifa og vil að þau
lifi líka. Heyrðu bæn mína, Guð,
gerðu það, láttu þau lifa, láttu okk-
ur öll lifa.“
Fyrst merkið, sem ég varð vör
við um, að ég væri ekki gleymd og
hefði verið skilin eftir til að deyja,
var dauf rödd, sem heyrðist kalla
nafnið mitt með miklum frönskum
hreimi.
Ég hafði legið i móki, sem stund-
Jerry og ég eftir björgunina.
um var nær meðvitundarleysi en
svefni. Viljinn til að lifa var næst-
um horfinn, en ég barðist við að
svara.
„Ég er hérna niðri.“
„Við erum að grafa niður til þín.
Haltu áfram að kalla, svo að við
vitum, hvert við eigum að stefna!"
Mig langaði ekki mikið til að hrópa.
Ég hafði verið grafin undir þessu
heljarfargi heila ævi. Ég var í döpru
skapi.
Eftir nokkra stund heyrði ég há-
vaðann frá hökum og skóflum, en
hann var samt ennþá langt í burtu.
Sama röddin kallaði. „Sue, Sue,
ertu þarna ennþá?,, Þetta var
heimskuleg spurning og ég fann til
reiði. „Auðvitað er ég það.“
„Jæja, haltu áfram að kalla, svo
að við getum grafið í rétta átt.“
„Ég er að kalla!“