Úrval - 01.09.1973, Blaðsíða 54

Úrval - 01.09.1973, Blaðsíða 54
52 hjónabandið á að haldast áfram sam- kvæmt helgu loforði brúðkaups- dagsins um ævilangar tryggðir og samfylgd hjónanna. Þrátt fyrir fullyrðingar harðsoð- inna kvenfrelsishetja, kæra fæstar konur sig um að varpa frá sér þeirri heppilegustu lífsaðstöðu sem upp hefur komið — hjónabandinu. Óánægja í hjúskapnum stafar fyrst og fremst af þeirri staðreynd, að þeim verður stöðugt erfiðara um vik að semja sig að annars flokks aðstöðu og undirlægjuskap í sam- félaginu. Af því verður erfiðara en áður að helga sig og semja sig að óskum og fullnægju eiginmannsins einvörð- ungu, erfiðara að sætta sig við ann- ars flokks lífsstarf. Hér er ekki um að ræða afnám hjúskapar, heldur hitt að gera hjónabandið frjálslegra. Og hér skal hjónaband skilgreint sem ástarsam- band, þar sem hvor aðili um sig Itekur eins mikið tillit til ham- ingju og þroska mótaðilans sem síns eigin vaxtar og sinnar eigin hamingju. Hér skal leitast við að gera þess- ari aðstöðu hjónanna hvors til ann- ars örstutt skil í þrem meginatrið- um, sem ég nefni Bræðrakerfið: 1. Gerðu áætlun. Gerðu skrá yfir það, sem þú ósk- ar öðru fremur. Við eigum öll óskipulegar óskir. Örstutt skrá yf- ir þær gerir auðveldara að átta sig á hinu nauðsynlegasta og gefa ósk- unum ákveðið takmark. Hún Soffía gæti orðið samnefn- ari fyrir margar konur. ÚRVAL Allt hennar líf var þrotlaust amstur eftir kvörtunum hennar að dæma. „Mér finnst ég bókstaflega glöt- uð frá því að ég vakna á morgn- ana,“ sagði hún. Krakkarnir ærslast. Smábarnið argar. Ég skipti á því og gef því að borða. Maðurinn minn finnur ekkert hreint til að fara í. Gunna finnur ekki heimaverkefnin, sem lokið skal fyrir skólatíma. Baddi þarf peninga til skólastarfsins. Ég hníg niður alveg uppgefin um leið og þau loka dyrum og leggja af stað. Ég bað Soffíu að gera skrá, óska- lista í fimm atriðum. Það leiddi í ljós: 1. Hún vildi gjöra börn sín ham- ingjusöm og hæf til að velja og hafna. 2. Eignast sömu ánægju með eig- inmanni sínum, sem hún gat notið áður en börnin fæddust. 3. Hafa meiri tíma handa sjálfri sér — til lestrar, hvíldar, göngu- ferða eða tómstunda. 4. Geta lifað í nánari snertingu við umheiminn yfirleitt. 5. Efla persónuleika sinn. Ég strikaði undir nr. 5. Ég hef fundið að það er sameiginlegt at- riði á óskalistum kvenna. Soffía var móðir, húsfreyja og félagi í öku- skóla. En hún fann, að hana skorti persónuleika. Soffía er ein af þess- um konum, — og þær eru ótelj- andi, — sem kvenfrelsisskörung- arnir gleyma eða sést yfir að minnsta kosti. Hún leit ekki á hjónaband sem hindrun. Hjónaband var einmitt ósk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.