Úrval - 01.09.1973, Blaðsíða 55

Úrval - 01.09.1973, Blaðsíða 55
HOLL RÁÐ í HJÓNABANDI 53 hennar — en samt fannst henni, að hún væri að farast í hjúskapnum. Þegar ég bað Soffíu að skrifa upp, hvað henni fyndist helzt hindra það, að hún gæti öðlazt verðmætin á óskalistanum, kom hún fram með tuttugu og þrjú atriði. í stuttu máli sagt: Of mikið að gera. Of lítinn tíma til að ljúka störfum. Enga peninga til að komast út úr húsinu. Hvorki samúð, hjálp eða skilning að finna hjá eiginmanninum. Hún sagði: „Eg læt allt og alla stjóma mér. Eg ætti að stjórna betur.“ „Hvað geturðu gert til að ná öðr- um tökum?“ spurði ég. Og enn lét ég hana gera skrá. Það er prýðileg aðferð til að fá heild- arsýn yfir vandamálin og finna ráð til að sigrast á þeim. Og hér er þá síðasti listinn henn- ar Soffíu: „Eg ætla að endurskipu- leggja morgunverkin. Gunna og Baddi geta sjálf séð um sig í skóla- bílinn. Ef þau hafa ekki tíma til matar eða gleyma verkefnum sín- um, þá er það þeirra mál, en ekki mitt. Rafn — eiginmaðurinn — getur tekið til fötin sín áður en hann háttar. Þá getur hann komizt hjá að hrópa til mín á morgnana: Hvar eru sokkarnir? Hvar hef ég látið skóna mína? Eru fötin mín ekki komin úr hreinsun? Morgunverkin mín verða þá að annast smábarnið, annað ekki. ’É'g ætla að biðja Rafn að eæta barnanna á miðvikudagskvöldum, svo að ég geti sótt fundi með öðrum konum eða tekið þátt í öðrum fé- lagsskap. Ég ætla að eignast vini utan heim- ilis. Og Soffía fann fljótlega, að hún hafði svo sannarlega breytt um til hins betra. Maðurinn hennar var enginn harðstjóri, sem krafðist þess, að hún væri öllum ofar. Þegar hún hafði einu sinni brotið skarð í múr venjunnar, sem hún hafði reist sjálfri sér, varð auðvelt um eftir- leikinn. 2. Gjörðu breytingu. Eftir að skrá hefur verið gjörð um óskirnar, þá skal haldið í áttina að takmarkinu. Venjulega ráðlegg ég aðeins eitt skref í áttina, því að fólk áttar sig yfirleitt ekki í fyrstu á þeim fjölbreyttu afleiðingum, sem einstök breyting atferlis hefur. Hvað Normu snerti, sá ég enga ástæðu gegn því, að hún ætti ekki að gera þrjár breytingar í einu. Norma bað mig að tala við mann sinn Allan, sem var framkvæmda- stjóri í stórri verzlun og virtist hafa misst allan áhuga á húsfrú sinni. Samt ásakaði hún hann ekki í raun og veru. Hann var alltaf að kynna sér eitthvað nýtt, en hún hafði varla litið í almennilega bók árum saman. Þau höfðu gift sig áður en hann lauk námi í menntaskóla. Hún hafði unnið á hóteli við gestamóttöku til að hjálpa til, meðan hann var að læra. Eftir að hann lauk prófi — og fékk ágætt starf hafði hún algiör- lega helgað sig heimilisstörfum hon- um til þæginda. En það var ekki nóg til að halda áhuga ungs manns vakandi. Tal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.