Úrval - 01.09.1973, Page 9

Úrval - 01.09.1973, Page 9
ÞAR BYRJAR LIFIÐ VIÐ 100 7 flokka eða þjóða bæði Georgíu- manna, Rússa, Gyðinga og Armen- inga, svo að eitthvað sé nefnt. En samt gildir þar alls staðar sú staðreynt að „gamla fólkið“ er af langlífum forfeðrum og mæðrum komið. Arfgengi gefur því góðar horfur á langlífi. í Ameríku má reikna með sjötíu ára meðalævi. En sé unga fólkið í Alekhazíu spurt, hvað það reikni með að verða gamalt, svarar það gjarnan: Að minnsta kosti 100 ára. Og þá heíur það í huga aldur í starfi og fullu fjöri. Ég spurði öldung í Kákasus, hve lengi æskan entist þarna. Gabriel gamli, sem var aðeins 117 ára gaf mjög algilt svar. Hann sagði: „Æskan endist til áttræðs. Þá var ég ennþá ungur.“ Pitzhelauri prófessor hefur athug- að langlífi í sambandi við hjúskap. Hann fann út með athugunum á 15.000 manneskjum eldri en 80 ára, að mjög sjaldan er það ógift fólk, sem nær háum aldri. Mörg eldri hjón hafa einmitt gengið í hjóna- band um sjötugt. Og sumir hafa gift sig hundrað ára að aldri. Hann fullyrði að hjúskapur og heilbrigt kynlíf sé mjög þýðingar- mikið til langlífis. Konur sem eiga börn ná hærri aldri en barnlausar konur. Meðal þeirra sem voru 100 ára eða meira og rannsakaðir voru af Pitzkhelauri prófessor var aðeins 2,5 af hundraði barnlaust. Hins veg- ar áttu 23 af hundraði kvenna þess- ara tvö eða þrjú börn, 44 af hundr- aði fjögur til sex, 19 af hundraði áttu 7—8 börn og 5 af hundraði átti 10—15 börn. Nokkrar elztu kvennanna áttu meira en 20 börn. Gildi hamingjusams hjúskapar var undirstrikað af 100 ára gömlum manni í Azerbaizan, sem kvæntist sjöundu konu sinni fyrir aðeins þrem árum. „Hinar konurnar mín- ar allar voru dásamlegar," sagði hann, „en þessi er skapstirð og ég hef elzt um 10 ár á stuttum tíma síðan ég kvæntist henni. Eigi mað- ur indæla konu, þá er auðvelt að verða 100 ára,“ bætti hann við. „ÞAU GETA EKKERT ÁN MÍN.“ Margt af „gamla fólkinu" í Káka- sus leggur áherzlu á, að það vilji vera sjálfstætt, frjálst og sjálfu sér nóg. Það vill gera það, sem það langar til og njóta þess, sem notið verður og halda sér síðan utan og ofan við áhyggjur og streitu. „Alls staðar nú á dögum er fólk, sem verður skammlíft, af því að það er ekki frjálst," segir Sonja Kvedze- nia í Atara 109 ára gömul. „Það er með eilífar áhyggjur og gerir ekki það, sem það langar til.“ Eitt af aðaleinkennum sameigin- legt öllum á þessum þrem rann- sóknarsvæðum, var hátt stig menn- ingar og siðgæðis. Allt það aldna fólk, sem ég komst í kynni við þarna bjó með fjöl- skyldu eða ættingjum oft í stórum hópi og naut forréttinda í virðingu og aðdáun sem ættfaðir eða ætt- móðir, dáð fyrir vizku og lífs- reynslu. Allt var það talið ómissandi. Og allt hafði það daglegum skyldum að gegna, hlynna að blómum og gróðri,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.