Úrval - 01.09.1976, Blaðsíða 6
4
URVAL
nashyrningi, „dinohyus” eða ,,hið
hræðilega svin”, sem hafði svo
öflugar vígtennur, að það gat rifið tré
upp með rótum, ,,moropus”, sem
líktist hesti og var þrír metrar á hæð
og hafði klær, hið risavaxna „uintat-
here”, sem hafði 6 hnúða, sem stóðu
út úr höfði þess líkt og horn. Það var
um rúmlega 100 afmarkaðar dýra-
tegundir að ræða, og það er ekki
meira en 11.000 ár síðan sum þeirra
dóu út.
Hvað ógæfa dundi yflr þessi dýr?
Hvers vegna dóu þau út? Þetta er
einn af hinum miklu leyndardómum
náttúrusögunnar og vísindamenn
deila ákaft um svörin við þessum
spurningum.
Áður en þið byrjið að ásaka
manninn sjálfan um útrýmingu dýra
þessara, skuluð þið minnast þess, að
á þeim 50 milljón árum jarðsögunn-
ar, sem liðu, áður en maðurinn kom
fram á sjónarsviðið, þróuðust dýra-
tegundirí hundraðatali, blómguðust
um tíma og dóu síðan út. Það er
Moropus slær til tveggja bjarnhunda. Aðrar skepnur þess tíma eru í grenndinni.