Úrval - 01.09.1976, Blaðsíða 14
12
ORVAL
700 bæjarbúa höfðu látið lífið, og
voru sumir grafnir í fjöldagröf)
hrundu veggir barnasjúkrahúss
Lionsfélagsins í Guatemalaborg, en
þeir voru hlaðnir úr steini. Þakið,
sem var úr járnbentri steinsteypu,
féll í heilu lagi ofan á 90 ungbarna-
rúm. Næturvörðurinn Román Adán
Cano, 41 árs að aldri, gróf sér leið
undir hrunið þakið og lét nístandi
grát barnanna vísa sér leið. 1 skininu
af vasaljósi hans bar ótrúlega sýn fyrir
augu hans. Rúmin höfðu bognað og
færst úr lagi, en hornstoðir þeirra
voru úr stáli, og þær héldu hinu
ofurþunga þaki uppi, þannig að það
lagðist ekki ofan á börnin. Með
aðstoð hjúkrunarkonu tókst honum
að skríða inn undir þakið og á milli
rúmanna og ná ölium börnunum út
heilum á húfi.
Jarðskjálftinn hófst klukkan 3.02
að nóttu. Ríkisstjórnin varð raun-
verulega óstarfhæf í nokkrar klukku-
stundir. Rafmagnið fór af, síminn
varð óvirkur og skriður lokuðu vegum
um allt land. í fyrstu gerði enginn
sér grein fyrir því, hversu hryllilegar
þessar náttúruhamfarir voru. En brátt
tók menn að gruna, hvílíkar hörm-
ungar höfðu dunið yfir þjóðina.
Að nokkrum tímum liðnum, þegar
útvarpsstöðin í Guatemalaborg hafði
aftur fengið raforku, tilkynnti hún:
„Líkhúsið er fullt. Vinsamlegast
komið ekki með fleiri lík þangað.”
Þá var farið að leggja lík hlið við
hlið á strætunum. Dánartalan hélt
áfram að hækka á hverjum klukku-
tíma. í fyrstu skímu dögunarinnar
hófu þyrlur guatemalska lofthersins
sig til flugs. Nokkrum mínútum síðar
tóku þæt að senda fréttir um eyði-
legginguna í gegnum senditæki sín,
og þá fór að skapast heildaryfirsýn
yfír þá algeru eyðileggingu, sem
orðið hafði á svæði í miðju landinu,
og var það svæði á stærð við eyjuna
Puerto Rico.
í bænum Patzicía uppi í hálend-
inu (venjuleg íbúatala 10.500, 800
látnir) kastaðist Francisco Cúa Xavín
borgarstjóri fram úr rúminu við hinn
snarpa jarðskjálftakipp. Þau hjónin
grófu börnin sín fímm upp úr rúst-
unum. Hann hjálpaði nágrönnum
sínum allt til dögunar og fór svo til
ráðhússins, en það hafði þá breyst x
grjóthrúgu á bæjartorginu. ,,Allir
starfsmenn mínir höfðu látið lífíð,”
sagði hann við mig. ,,Ég sneri til
baka og skipulagði hópa til þess að
grafa hina látnu. Svo fórum við að
hreinsa til í bænum. ’ ’
HJÁLP BARST VÍÐS VEGAR AÐ.
Alls staðar var fólk reiðubúið að
rétta fram hjálparhönd. Síðastliðin
14 ár hafði hinn 53 ára gamli læknir
Caroll Behrhorst frá Winfíeld í Kans-
asfylki rekið sjúkraskýli, sem var í
rauninni eina sjúkrahúsið í héraðinu
Chimaltenango, og veitt þar ókeypis
læknishjálp. Behrhorst var að jafna
sig eftir alvarleg veikindi, þegar
ósköpin dundu yfir. Það tók hann
næstum klukkustund að klöngrast
yfír rústahaugana á Ieið sinni frá
heimilinu til sjúkrahússins. Behr-