Úrval - 01.09.1976, Blaðsíða 121
HALDIÐ YKKUR GRÖNNUM — TIL FRAMBUÐAR
119
þegar þú ferð að versla. (Ef þú sérð
ekki sjálf um innkaupin, skaltu
leggja þeim lífsreglurnar í þessu efni,
sem um innkaupin sér).
Ef þú kaupir oft alls konar snarl-
mat, sem hægt er að neyta án fyrir-
hafnar, ertu jafnframt að gera þér
mjög auðvelt fyrir með að halda
áfram að vera of þung. Kauptu
aðeins fæðutegundir, sem þarf að
matreiða, óniðurskorið brauð, stóra
ostbita, heilar pylsur og bjúgu,
en láttu „draslmat” eigasig, svo sem
kartöfluspæni, súkkulaðilengjur og
saltaðar hnetui.
Að lokum skaltu koma slíkri röð og
reglu á hlutina, að þú kaupir inn til
allrar vikunnar í einni ferð. Ef þú
skipuleggur þetta nógu vel, ættirðu
ekki að þurfa að fara aftur í mat-
vörubúðina. Ef þú þarft að kaupa
eitthvað, sem geymist ekki í heila
viku, skaltu senda einhvern annan til
þess að kaupa það. Athuganir hafa
sýnt að of þungu fólki hættir ekki
fyrst og fremst til ofáts vegna
hungurs heldur vegna utanaðkom-
andi áhrifa, svo sem þess, að það
hefur mat fyrir augunum, finnur
lyktina af honum eða vegna þess
eins, að hann er við hendina.
Forðastu slíkar aukafreistingar og
slíka aukna áhættu og reyndu þannig
að komast hjá því að lenda á
„átfylliríi”.
Það er næstum þvt eins þýðing-
armikið, hvernig þú geymir matinn
þinn og hvaða mat þú kaupir. Þú
kærir þig ekki um mikið úrval af
girnilegum matarleifum, sem gefa
hugsanlega tilefni til neyslu aukabita
í hvert skipti sem þú opnar ísskáp-
inn þinn eða einhvern af eldhús-
skápunum. Til þess að þér verði unnt
að bægja burt slíkum freistingum,
ættirðu ekki að hafa neinn mat
þannig frágenginn, að þú getir séð
hann. Settu hann í ógagnsæja plast-
kassa, brúnan pappír eða álpappír.
Aðaltilgangurinn rneð slíku er að
lengja tímann frá því að þú finnur
fyrst til „löngunar” í mat og þú
nærð raunverulega til að neyta hans,
og að veita þér þannig tækifæri til
þess að ákveða, hvort þessi aukabiti
er í samræmi við hinar nýju átvenjur
þínar. Og enn skaltu halda áfram að
skrifa hjá þér af nákvæmni allt það,
sem þú borðar. Þú skalt ekki byrja á
næsta þrepi, fyrr en þú ræður
algerlega við þetta þrep.
4. GERÐU ÞÉR FAR UM AÐ
SKYIHJA VEL ALLT ÞAÐ, SEM
SNERTIR ÞÁ STAÐREYND, AÐ
ÞÚ ERT AÐ NEYTA MATAR.
Eitt af hinum dæmigerðu einkenn-
um rangrar áthegðunar er tilhneig-
ingin til þess að borða næstum ósjálf-
rátt. Ffér á eftir fara reglur, sem miða
að því að vinna gegn slíkri dlhneig-
ingu.
Sestu niður, þegar þú borðar. Þú
skalt alveg hætta öllu „áti á hlaup-
um”, meðan þú stendur við ísskáp-
inn, ert á gangi eða á ferð í bílnum.
Ef þú gerir þér far um að sitja í
hvert skipti sem þú færð þér bita,