Úrval - 01.09.1976, Blaðsíða 92
90
URVAL
Ein af bestu bókum stórsniilingsins Johns
Steinbeck er að mínum dómi ,,Á ferð með
Kalla” — Travels with Charlie, eins og hún
heitir á frummúlinu. Þar segir þessi frábœri
höfundur frá ferð sinni um Bandankin með
hundinn einan að förunaut ogþvisem fyrir augu
og eyru bar og veltir vöngum yfir tilverunni.
Hluti af þessari bók hefur verið notaður sem
uppistaða í sjónvarpskvikmynd, sem meðal
annars hefur verið sýnd i íslenska sjónvarpinu.
Þvi miður er ekki unnt að birta allt verkið óstytt,
en ÍJrval gerir nú tilraun til þess að gefa
sýnishorn af þvi með þvi að taka úr þvi valda
kafla ofurlitið stytta. Ritstj.
É TS 'Á<
* P *
* *
egar ég var barnungur og
þörfln til að vera annars
staðar hvolfdist yfir mig,
fullvissaði stóra fólkið
mig um að ég myndi
þennan klaða þegar ég
losna við
þroskaðist. Þegar ég taldist þroskaður
að árunum til hljóðaði lyfseðillinn
upp á miðjan aldur. Þegar ég komst á
miðjan aldur var ég fullvissaður um
að ég myndi róast þegar ég eltist meir
og nú þegar ég er fimmtíu og átta
ára gæti verið að þetta skánaði þegar
ég verð elliær. Ekkert hefur hrifið til
þessa. Fjórir rámir blástrar í skips-
flautu ýfa hárið í hnakka mér og
fæturnir fara að iða. Hljóð I þotu,
vél, sem verið er að hita upp,
jafnvel hófatak á gangstétt kemur
hrollinum forna af stað, gerir munn-
inn þurran og augað fjarrænt, lófana
þvala og herpir magann upp undir
rifjahylkið. Með öðrum orðum, ég
skána ekki eða með frekari orðum,
eitt sinn flækingur ávallt flækingur.
Ég óttast að sjúkdómurinn sé ólækn-