Úrval - 01.09.1976, Blaðsíða 9
HVAD VARÐ UM DÝRIN?
7
þá inn í hann. Pokarotturnar dvöldu
þar í 13.000 ár, eins og þetta lag
sýnir. Svo komu letidýrin aftur og
höfðust hér við, þangað til dýrateg-
und þessi dó út fyrir um 11.000
árum.”
,,Hvernig litu letidýrin út? spurði
ég-
,,Þau voru loðin, með löng hár,
klunnaleg, gengu á afturfótunum,
en notuðu framfæturna til þess að
teygja sig upp í trjágreinar eða grafa
með þeim. Þau voru ekki dýraætur.
Þau höfðu svipað viðurværi og
hestar.” Martin tók nú upp einn af
hinum dýrmætu „letidýrakögglum”
og skýrði mér frá þessari athyglis-
verðu staðreynd: ,,Með því að efna-
greina fræin og tágarnar, sem finnast
í þessum saur, getum við sagt
nákvæmlega til um, á hverju letidýr-
in lifðu og hvenær þau skiptu um
mataræði.”
,,Hvers vegna dóu þau út?”
Við hölluðum okkur upp að
skurðbörmunum, á meðan Martin
skýrði fyrir mér þá stórfenglegu
Þcssar forsögulcgu skepnur, uintathcrc,
gengu sér eitt sinn til beitar í Uintafjöllum í
Austurutah.
kenningu sína, sem aflað hefur
honum heimsfrægðar. Hann gleymdi
reyndar ekki þeim gagnrökum, sem
borin hafa verið fram. ,,Ég álít, að
fyrir um 11.500 árum hafi hópur
reikandi veiðimanna komið hingað
til Ameríku frá Asíu,” sagði hann.
,,Við skuium gera ráð fyrir, að um
100 einstaklingar hafí verið í þessum
hóp, þegar hann náði suður til þess
staðar, sem borgin Edmonton í
Albertafylki í Kanada stendur nú á..
Við skulum einnig gera ráð fyrir því,
að þeim hafi fjölgað á eðlilegan hátt
og þeir hafi drepið dýr sér til matar
og dreifst yfir sífellt breiðara svæði,
efír því sem þeir fylgdu bráð sinni
lengra eftir suður á bóginn.”
Eftir að hafa matað tölvur á
þessum upplýsingum og gert ráð fyrir
breytingum á fjölgun og búferla-
flutningum, vaxandi eða minnkandi,
sýnir Martin fram á það, að þessi 100
manna hópur tvöfaldaðist á hverjum