Úrval - 01.09.1976, Blaðsíða 97

Úrval - 01.09.1976, Blaðsíða 97
/4 FERÐ MEÐ KALLA 95 ÞEGAR FERÐ ER skipuiögð með löngum fyrirvara held ég að maður sé með sjálfum sér sannfærður um að hún verði aldrei farin. Þegar dagur- inn nálgaðist urðu hlýja bðlið og þægilega húsið mitt jafnt og þétt eftirsóknarverðari og elsku konan mín ósegjanlega dýrmæu Það var óðs manns æði að ætla að varpa öllu þessu frá sér um þriggja mánaða skeið til þess að þola hið óþægilega og óþekkta. Eitthvað varð að gerast sem kæmi í veg fyrir að ég færi en það gerðist ekki. Ég gat auðvitað orðið veikur, en það var ein aðalástæðan fyrir því að fara þótt ég héldi henni leyndri. Veturinn áður hafði ég veikst allhastarlega af einum af þessum sjúkdómum með vandlega völdu nöfnunum sem hvísla um komandi elli. Þegar af mér bráði fékk ég þennan venjulega fyrirlestur um að hægja á mér, iéttast, gæta mín á kólesterólinu. Þetta kemur fyrir marga menn, og ég held að lækn- arnir kunni romsuna utanað. Þetta hefur komið fyrir marga vini mína. Fyrirlesturinn endar svona: „Ætlaðu þér af. Þú ert ekki eins ungur og þú varst. ” Og ég hef séð svo marga vefja ævi sína inn í bómull, kæfa allar hugdettur, stinga ástríðum sínum í poka og hverfa smám saman frá manndómi inn í einskonar andlega og líkamlega hálflömun. Eiginkonur og ættingjar hvetja þá til þess arna, svo þetta er Ijúf gildra. Hver vill ekki vera það, sem allt snýst um? F.ins konar seinni bernska fellur yfir svo marga. Þeir skipta á orku sinni og loforði um ofurlitla lengingu lífdaga. Raunin verður sú að herra hússins verður mesta barnið. Ég hef hugleitt þepnan möguleika með hryllingi. Því ég hef alltaf iifað ákaft, drukkið mikið, étið yftr mig eða alls ekki, sofið sólarhring- inn út eða sleppt tveim nóttum, unnið of mikið og of lengi eða sóað tímanum í algerri leti. Ég hef lyft, dregið, höggvið, klifrað, elskað með ærslum og tekið eftirköstin sem af- leiðingu, ekki sem refsingu. Ég vildi ekki gefa upp þróttinn fyrir ofurlít- inn ávinning í innilokun. Konan mín giftist karlmanni, ég sá enga ástæðu til þess að hún sæti uppi með ungbarn. Ég vissi að tíu til tólf þúsund mílna ferðalag, einn í bíl og eftirlitslaust, um hvers konar veg, yrði erfið vinna, en mér þótti sem það yrði móteitur fyrir atvinnusjúkl- inginn. Og þegar mitt eigið líf er annars vegar vil ég ekki fórna magni fyrir gæði. Ef ferðin reyndist mér um megn var minn tími kominn hvort sem var. Ég sé of marga menn draga brottför sína með sjúklegri tregðu á að yfirgefa sviðið. Það er vont leikhús og vont líf. Ég er svo heppinn að eiga konu sem er ánægð með að vera kona, sem þýðir að hún er ánægð með karlmenn, ekki gömul börn. Þótt þessi síðasttalda ástæða til ferða- lagsins hafí aldrei verið rædd, er ég viss um að hún skildi hana. Morgunninn rann upp bjartur með útitekinni birtu haustsins í sólarljós-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.