Úrval - 01.09.1976, Blaðsíða 22

Úrval - 01.09.1976, Blaðsíða 22
20 ÚRVAL bæjartorgi, en þar mættust verslun- arleiðir úr allri Mið-Evrópu á 10. öld. Þessi staður er stórkostlegt augna- yndi með ráðhúsi sínu frá mið- öldum, hinni töfrandi vélklukku, útiveitingahúsum og hinum yndis- legu húsum og bogagöngum frá endurreisnartímanum. Áhrifamikið minnismerki um siðbótarmanninn Jóhann Húss (fyrirrennara Marteins Lúthers) stendur á miðju torginu, og nálægt því er Bethlehemskap- ellan, þar sem Húss framdi þann villutrúarverknað að prédika yfir fólkinu á þeirra eigin máli. Nokkrum götulengdum þaðan er hið sögufræga gyðingahverfi. Gamla- nýja gyðingabænahúsið er elsta gotneska byggingin í Prag, en þar hafa verið haldnar guðsþjónustur daglega síðan 1270. Fjögur önnur bænahús gyðinga eru núna söfn. Sumir af þeim munum, sem eru þar til sýnis, fá mann til þess að tárast, svo sem málverk, ljóð og leikbún- ingar, allt gert af gyðingabörnunum í fangabúðum nazista, áður en þau voru drepin. Kannski er kirkjugarðurinn samt furðulegasti staður hverfisins. Land- rými hans var mjög takmarkað, og hann var alls ekki hægt að stækka. Því var bætt við mold til viðbótar, eftir því sem gröfunum þar fjölgaði, og nýjar grafir voru gerðar ofan á þeim gömlu, þar til nú eru þar allt að 10—12 raðir af kistum, hver uppi af annarri. Þcgar nýrri gröf var bætt ofan á þá gömlu, voru legsteinarnir færðir upp á yfirborðið. Nú eru þar því yfir 12.000 legsteinar, sem þekja næstum alveg gervallan kirkjugarð- inn. Sú gröf í kirkjugarðinum, sem oftast er heimsótt er gröf gyðinga- prestsins Judah Low frá 16. öld, en samkvæmt gamalli sögn skapaði hann Golem, risavaxinn gervimann úr leir, sem hann gæddi síðan lífi, hvenær sem hann þarfnaðist aðstoðar hans. Það gerði hann með því að stinga pergamentsblaði 1 mann hans, sem á var ritað hið leynda nafn guðs. Jafnvel enn þann dag í dag trúa íbúar Prag því, að skrifi maður ósk á blað og stingi því inn á milli steinanna á gröf gyðingaprestsins sáluga, sem gat gert slík krafta- verk, þá muni hann skerast í leikinn og sjá til þess að óskin verði upp- fyllt. Honum berast reiðinnar ósköp af slíkum óskabréfum rétt fyrir próf og þýðingarmikla kappleiki, og á vorin eykst flóðið enn meira, þegar elskendur þyrpast að gröf hans. HULIN ÁSÝND YFIRVALDANNA. Það er vel þess virði að fara frá Gamlabæ til hverfis, sem myndað var árið 1348 en er samt enn kallað Nýibær. Þetta var aðsetursstaður stjörnuspámanna og gullgerðar- manna, þar á meðal hins fræga dr. Fausts, sem sagður er hafa selt djöfl- inum sál sína í skiptum fyrir hina fullkomnu þekkingu. Wenceslastorg, hálf míla á lengd, sem er þar skammt undan, er helsta verslunar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.