Úrval - 01.09.1976, Blaðsíða 99

Úrval - 01.09.1976, Blaðsíða 99
Á FERÐ MEÐ KALLA 97 og ég færi framhjá skólanum hans í Massachussets, en ég kom þangað of seint til að gera honum rusk, svo ég ók upp í fjall og fann mjólkurbúð, keypti mjólk og bað um leyfi til að dvelja um nóttina undir eplatré. Mjólkursalinn hafði háskólagráðu í stærðfræði og hlýtur að hafa gripið eitthvað niður í sálarfræði. Hann naut starfs síns og sagðist ekki vilja vera annars staðar — einn hinna sárafáu ánægðu manna, sem ég hitti á ferð minni. Ég kýs að draga tjald yfir heim- sókn mína í skolann. Það má gera sér í hugarlund hvaða áhrif Rósínant hafði á tvö hundruð menntunar- fanga á unglingsaldri sem voru ný- sestir að til að afplána vetrarlangan dóm sinn. Þeir heimsóttu bílinn í kippum, allt að fímmtán í einu inni í þessum litla klefa. Og augu þeirra litu á mig með kurteislegri formæl- ingu af bví ég gat farið og ekki þeir. Sonur minn mun sennilega aldrei fyrirgefa mér. Skömmu eftir að ég hélt þaðan nam ég staðar til að ganga úr skugga um að ég' væri ekki með neiria laumufarþega. Leiðin lá norður, inn í Vermont og þaðan inn í New Hampshire í Hvítufjöllum. Það kólnaði snögg- lega og trén tóku á sig skarpa liti, ótrúlega rautt og gult. Það er ekki bara litur heldur glóð, eins og laufin drekki í sig haustsólina og sleppi henni hægt aftur. Það er eldur í þessum litum. Ég komst hátt upp í fjöllin fyrir rökkur. Skilti við læk bauð upp á nýorpin egg og ég ók heim að bæ og keypti mér egg og bað um leyfi til að láta fyrir berast við lækinn og bauðst til að borga. Bóndinn var dulur, með það sem við köllum suðurríkjaandlit og það sem við köllum suðumkjaframburð. „Ekkert að borga,” sagði hann. ,,Ég hef ekki arð af því landi. En mig langar að skoða híbýlin þín.” , ,Leyfðu mér að finna mér stað og taka til, komdu svo og fáðu kaffi- bolla — eða einhverja hressingu.” Ég hjakkaði þar til ég hafði fundið stað þar sem bíllinn stóð lárétt og ég gat heyrt í læknum; það var næstum orðið aldimmt. Kalli var búinn að segja ,,Ftt” hvað eftir annað, sem þýddi að hann væri svangur. Ég opnaði hurðina aftan á Rósínant og kveikti ljósið og fann allt á hvolfi. Ég hef oft búið bát undir velting og barning, en hreyfingar bílsins eru aðrar. Gólfið var þakið bókum og pappír. Ritvélin lá ofan á hrúgu af plastdiskum, annar riffillinn hafði dottið og lá ofan á eldavélinni og heill pakki af pappír, fimm hundruð arkir, hafði rifnað og blöðin svifið eins og mjöll um allt húsið. Ég sópaði ruslinu inn í skáp og setti upp vatn í kaffið. í fyrramálið yrði ég að endur- skipuleggja flutninginn. Það gat enginn kennt mér. Það verður ekki Iært nema af mistökunum. Um leið og myrkrið skall á í alvöru varð ískalt úti, en eidavélin og gasofninn hituðu litla húsið mitt þægilega. Kalli át kvöldmatinn sinn, gerði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.