Úrval - 01.09.1976, Blaðsíða 44

Úrval - 01.09.1976, Blaðsíða 44
42 URVAL fremur matargirðing. Mamma trúði þvt aldrei almennilega að vanda- mál mín stöfuðu ekki af fæðuskorti, og þótt hún væri alltaf fús að hlusta á mig og hugga mig, var hún þó skilningsríkust þegar hún smurði mér brauð. Þegar ég byrjaði að segja henni að ég hefði glatað trúnni á mannúðina eða að ég myndi líklega falla í skóla, brosti hún bara og sagði: ,,Hvernig er við öðru að búast, áður en þú færð þér að borða?” Ástæðan til þess að ég nefni þetta er að þegar maður les um það hvernig tækifærin galopna allar sínar dyr fyrir kvenfólki nú til dags, þykir mér ævinlega leitt að mamma skuli aldrei hafa verið annað en húsmóðir. Ég sé hana fyrir mér sem sálfræðing. (,, Auðvitað ertu með mikilmennsku- brjálæði — hvað annað, áður en þú færð þér að borða!”) Ég sé hana fyrir mér sem lögmann: (,,Það ætti enginn maður að höfða mál á fast- andi maga.”) En framar öllu öðru sé ég hana sem eins konar kvenkyns Henry Kissinger, reyna að sætta stríð- andi öfl þessa heims. („Hvernig ættum við að geta komist að sæmi- legri lausn, herra forsætisráðherra — þú hefur ekki snert buffið þitt!' ) Stundum stend ég mig meira að segja að því að velta því fyrir mér, hvort flest vandamál heimsins stafi ekki af fólki sem hefur hlaupið yfír hádegismatinn. Ég er, þegar öllu er á botninn hvolft, dóttir hennar móður minnar. Nú, þegar allir tala um tennis, langar mig að segja ykkur frá miklu betri leik, sem foreldrar mínir hafa leikið í 28 ár. Hann byrjar gjarnan með því að mamma kemur til pabba, þar sem hann situr og les, og segir: ,,Ef síminn hringdi núna og Soffía Lóren byði þér út með sér, hvað myndirþú þá segja?” Pabbi leggur frá sér blaðið. ,,Ég gæti sagt fáein orð. Ég var á Ítalíu í stríðinu. ’ ’ Nú gengur mamma burt, raulandi. Raulið veit alltaf á illt, svo pabbi hrópar: ,,Hún hringir ekki núna!” En raulið þagnar ekki, svo pabbi neyðist til að hrópa: ,,Ef síminn hringdi núna og það væri Soffía Lóren, myndi ég segja henni að þetra væri vitlaust númer.” Mamma hefur sigrað. Einu sinni reyndi ég að leika þennan leik. Þegar Bobbie Gentry var í Coliseum, átti maðurinn minn, sem er píanóstillari, að stilla píanóið þar. ,,Nú rekstu kannski á Bobbie Gentry, sagði ég þegar hann var að fara. ,,Hvað gerirðu nú, ef hún fer að gefa þér undir fótinn? ’ ’ Maðurinn minn leit á mig með einkennilegum svip. ,,Ég er bara píanóstillingamaður,” sagði hann. ,,Ég kem ekki svo mikið sem til með að sjá hana.” Svo lokaði hann fram- dyrunum aftur, gekk að speglinum og hneppti efsta skyrtuhnappinn. Svo var hann nærri farinn án þess að taka með sér verkfærin. , .Bobbie Gentry að gefa mér undir fótinn? Þetta er nú það vitlausasta sem ég hef heyrt!” Ég fylgdist með honum út
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.