Úrval - 01.09.1976, Blaðsíða 96

Úrval - 01.09.1976, Blaðsíða 96
94 URVAL jörðina og virti fyrir sér styrktar fjaðrirnar. Hann var hljóður og fyrir- ferðarlaus. Eftir viku stóðst hann þetta ekki lengur. Orðin brutust gegnum feimnina. Hann sagði: ,,Ef þú tekur mig með þér, skal ég gera hvað sem er. Ég skal elda, ég skal alltaf þvo upp, ég skal vinna allt og hugsa um þig.” Því miður fyrir mig þekkti ég þessa þrá. ,,Ég vildi ég gæti það,” sagði ég. ,,En skólanefndin og foreldrar þínir segja að ég geti það ekki.” ,,Ég skal gera hvað sem er,” sagði hann. Og ég held hann hefði gert það. Ég held hann hafi ekki gefið upp vonina fyrr en ég ók burtu án hans. Hann dreymdi drauminn sem mig hefur dreymt alla ævi og við honum er ekkert lyf. Það tók langan og ánægjulegan címa að búa Rósínant út. Ég tók alltof marga hluti, en ég vissi ekki hvers ég þyrfti. Dráttartóg, litla talíu, graftól og kúbein, verkfæri til að búa til hluti og gera við hluti og fleira. Svo tók ég neyðarbirgðir af mat. Ég yrði seint í norðvesturríkj- unum og kynni að lenda í snjó. Ég bjó mig undir að minnsta kosti viku óvænta uppákomu. Það var auðvelt með vatn, það var hundrað og tuttugu lítra tankur á Rósínant. Mér datt I hug ég kynni að skrifa á leiðinni, kannski ritgerðir, örugg- lega smánótur, vitaskuld sendibréf. Ég tók með mér pappír, kalkipappir, blýanta, rissbækur, orðabækur, al- fræðibók í samþjöppuðu formi og tíu uppsláttarbækur aðrar, þungar bæk- ur. Liklega er sjálfsblekkingargeta okkar takmarkalaus. Ég veit fullvel að ég skrifa aldrei smánótur og ef ég geri það, annað hvort týni ég þeim eða get ekki lesið þær. Ég veit líka af þrjáríu ára reynslu að ég get aldrei skrifað um atburð meðan hann er ferskur. Hann verður að gerjast. Ég verð að jórtra á honum eins og vinir mínir kalla það. Samt setti ég nógan pappír í bxlinn til að skrifa á tíu bindi. Þar að auki setti ég í hann sjötíu og fimm kíló af bókum sem ég hef aldrei gefið mér ríma til að lesa, og auðvitað em það bækur sem mann langar ekki að gefa sér tima til að lesa. Niðursoðinn mat, skot í byssurnar, verkfærakassa, alltof mikið af fötum, teppi og púða, einhver ósköp af skóm og stígvélum, fóðmð nælonundirföt til að fara í þegar kalt væri, plastdiska og bolla og pönnur og varabrúsa af gasi. Mér telst núna til að ég hafí haft fjórum sinnum of mikið af öllu. En Kalli les hugsanir. Margar hafa ferðirnar verið farnar um hans daga, og oft hefur hann verið skilinn eftir heima. Hann veit hvað til stendur löngu áður en töskurnar koma út og hann eigrar um, hefur áhyggjur og vælir og tekur taugaveiklunarköst, þótt gamall sé. Þessar vikur 'sem undirbúningurinn stóð var hann alltaf fyrir og til bölvaðrar óþurftar. Hann fór að fela sig í Rósínant, laumast upp í og gera sig lítinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.