Úrval - 01.09.1976, Blaðsíða 36
34
ÚRVAL
niðurí þumlungslanga búta. Honum
þótti gaman að erfiðri vinnu, en
fannst lítið til þess koma að stjórna
þessari vél. Það eina sem hann þurfti
að reyna á sig var að lagfæra viðar-
búta sem lögðust ekki rétt á færi-
bandið sem flutti þá frá myllunni
sjálfri að kvörninni, og grípa inn í
ef einhver drumburinn stöðvaði þetta
færiband eða færibandið, sem flutti
malaða viðinn frá kvörninni. Hann
hefði verið hættur ef myllueigandinn
hefði ekki samþykkt að fá honum
annan starfa í næstu viku.
Næsti dagur var föstudagur og síð-
asti dagur Rons við kvörnina. Hann
hlakkaði ákaft til þess að vinnu lyki
titir aðeins tvo klukkutíma, þegar
færibandið frá kvörninni sröðvaðist.
Eitthvað hlaut að hafa sloppið
ómalað í gegnum kvörnina og
stöðvað bandið.
Hann þrýsti á rofana sem stöðvuðu
þæði færiþöndin, en aðfærsluþandið
var raunar tómt þessa stundina.
Hann sá enga ástæðu til að slökkva
á kvörninni sjálfri.
Hann náði ekki upp á fráfærslu-
bandið, svo hann steig upp á
aðfærslubandið sem var um hálfan
meter frá gólfi. Hann leitaði að
stórum kubbum í mulningnum, en
fann enga. Hann prófaði nokkrar
raftengingar að bandinu, en þær
reyndustí lagi.
Hann stóð ennþá uppi á aðfærslu-
þandinu, og þrýsti á rofa sem hann
hélt að væri sá sem setti fráfærslu-
bandið ýmist í gang eða stöðvaði það.
Það var ekki réttur rofi. Þess í stað
rykktist beltið I gang, sem hann stóð
á, og hann kastaðist á bakið niður á
bandið. Það voru um tveir og hálfur
meter að kvörninni, kannski tveggja
sekúndna ferð á færibandinu, að
hárbeittum hnífum kvarnarinnar.
Eins og ósjálfrátt greip Ron þegar í
stað í brúnirnar á stálhlífinni, sem
kom í veg fyrir að viðarbútar skytust
aftur úr kvörninni. Um leið kippti
hann upp fótunum. Milli þeirra sá
hann biöðin snúast með miklum
hraða aðeins spönn frá buxnasetunni
hans.
Plastdregiliinn á færibandinu
reyndi að ýta honum inn í kvörnina
og spólaði ómjúklega á bakinu á
honum. Samtímis gripu stálkambar á
bandmu. sem gátu auðveldlega þrýst
200 kílóa tré inn í kvörnina, í buxna-
behið hans. Það var eins og hand-
leggirnir væru að slitna af honum þar
sem hann barðist við að missa ekki
takið.
Þannig liðu líklega um tvær
mínútur, að hvorugu veitti bettrr,
manni eða vél. Honum flaug í hug að
kalla á hjálp, en hann vissi að
gnýrinn í kvörninni myndi yfirgnæta
öll þau hljóð, sem hann gæti gefið
frá sér. Hann vissi líka að á hvern
stundu var hætta á að mennirnir inni
í myllunni fleygðu afgangsviði á færi-
bandið og að fyrsti drumburinn,
sem að bærist, myndi ýta honum inn
í kvörnina.
Blásturinn frá kvörninni lék um
fætur hans, þegar hann þreifaði ögn