Úrval - 01.09.1976, Blaðsíða 104
102
IJRVAL
ég myndi við og við koma við á
móteli eða hóteli, ekki aðallega til
að sofa þar heldur til þess að
geta komist í heitt, þægilegt bað. I
Rósínant hitaði ég vatn í tekatlinum
og fékk mér svampbað, en að baða
sig úrfötu færir manni lítið hreinlæti
og alls enga ánægju. Að sitja djúpt í
keri með snarpheitu vatni er hrein-
asta nautn. En mjög snemma á ferð-
inni fann ég upp aðferð til að þvo
þvott, sem erfitt verður að endurbæta
Það gerðist þannig: Ég var með stóra
plastruslafötu með loki og höldu. Þar
sem hún valt við hreyfingar bílsins
tjóðraði ég hana meðsterku gúmmí-
bandi inn í skáp, þannig að hún gat
hoppað þar og skoppað og henst til
allra hliða eins og hana lysti án þess
að velta eða upp ur henni færi. Eftir
dagsferð með þennan frágang opnaði
ég hana við málaða olíutunnu í veg-
arkantinum til þess að hella úr henni
og fann blandaðasta og hnoðaðasta
sorpsemég hefnokkurn tímaséð. Lík-
lega spretta allar miklar uppgötvanir af
svona löguðu. Næsta morgun þvoði
ég fötuna, setti í hana tvær skyrtur,
nærföt og sokka, hellti heitu vatni
yfir og setti þvottaefni saman við, og
hengdi hana aftur með teygjunni
upp á slána í skápnum, þar sem hún
hossaðist og dansaði eins og brjáluð
allan daginn. Um kvöldið skolaði ég
þvottinn í læk og hef aldrei séð
hreinni þvott. Þá strengdi ég snúru
inni í Rósínant til að þurrka þvott-
inn, og þaðan í frá þvoði ég þvottinn
minn annan daginn en þurrkaði
hann þann næsta. Ég gekk meira að
segja svo langt að þvo rúmföt með
þessum hætti. Þannig var þvottinum
bjargað, en það kom ekki í staðinn
fyrir heitt bað.
Skammt frá Bangor stansaði ég við
btlahótel og bað um herbergi. Það
var ekki einu sinni dýrt. Á skilti fyrir
utan stóð „Stórlega lækkað vetrar-
verð.” Það var óaðfinnanlega hreint,
allt úr piasti — gólfin, gluggatjöldin,
borðdúkar úr plasti sem ekki komu
brunagöt á, lampaskermar úr plasti.
Aðeins rúmfötin og handklæðín voru
úr náttúrlegu efni. Ég fór í litlu
veitingastofuna, sem rekin var í
tengslum við gististaðinn. Þar var líka
allt úr plasti — borðdúkarnir, smjör-
diskurinn. Sykurinn og kexið var í
sellófan, sultan í litilii plastlíkkistu
sem sellófan var límt yfir. Þetta var
snemma kvölds og ég var eini
viðskiptavinurinn. Meira að segja
frammistöðupían var með plast-
svuntu. Það lá ekki vel á henni, en
hún var heldur ekki í fýlu. Hún var
bara ekkert. En ég trúi því ekki að
einhver sé ekkert. Það hlýtur að vera
eitthvað inni fyrir, þótt ekki væri
nema til þess að koma í veg fyrir að
skinnið falli saman. Þessi tómu augu,
eirðarlausu hendur, þessi dam-
askkinn púðruð eins og snúður með
plastpúðri, allt þetta hlaut að eiga
minningu eða draum.
Þegar tækifæri gafst spurði ég:
,,Hvenær ferðu til Flórida?”
„Næstu viku,” svaraði hún eins og
út í hött. Svo bitaðist eitthvað I