Úrval - 01.09.1976, Síða 104

Úrval - 01.09.1976, Síða 104
102 IJRVAL ég myndi við og við koma við á móteli eða hóteli, ekki aðallega til að sofa þar heldur til þess að geta komist í heitt, þægilegt bað. I Rósínant hitaði ég vatn í tekatlinum og fékk mér svampbað, en að baða sig úrfötu færir manni lítið hreinlæti og alls enga ánægju. Að sitja djúpt í keri með snarpheitu vatni er hrein- asta nautn. En mjög snemma á ferð- inni fann ég upp aðferð til að þvo þvott, sem erfitt verður að endurbæta Það gerðist þannig: Ég var með stóra plastruslafötu með loki og höldu. Þar sem hún valt við hreyfingar bílsins tjóðraði ég hana meðsterku gúmmí- bandi inn í skáp, þannig að hún gat hoppað þar og skoppað og henst til allra hliða eins og hana lysti án þess að velta eða upp ur henni færi. Eftir dagsferð með þennan frágang opnaði ég hana við málaða olíutunnu í veg- arkantinum til þess að hella úr henni og fann blandaðasta og hnoðaðasta sorpsemég hefnokkurn tímaséð. Lík- lega spretta allar miklar uppgötvanir af svona löguðu. Næsta morgun þvoði ég fötuna, setti í hana tvær skyrtur, nærföt og sokka, hellti heitu vatni yfir og setti þvottaefni saman við, og hengdi hana aftur með teygjunni upp á slána í skápnum, þar sem hún hossaðist og dansaði eins og brjáluð allan daginn. Um kvöldið skolaði ég þvottinn í læk og hef aldrei séð hreinni þvott. Þá strengdi ég snúru inni í Rósínant til að þurrka þvott- inn, og þaðan í frá þvoði ég þvottinn minn annan daginn en þurrkaði hann þann næsta. Ég gekk meira að segja svo langt að þvo rúmföt með þessum hætti. Þannig var þvottinum bjargað, en það kom ekki í staðinn fyrir heitt bað. Skammt frá Bangor stansaði ég við btlahótel og bað um herbergi. Það var ekki einu sinni dýrt. Á skilti fyrir utan stóð „Stórlega lækkað vetrar- verð.” Það var óaðfinnanlega hreint, allt úr piasti — gólfin, gluggatjöldin, borðdúkar úr plasti sem ekki komu brunagöt á, lampaskermar úr plasti. Aðeins rúmfötin og handklæðín voru úr náttúrlegu efni. Ég fór í litlu veitingastofuna, sem rekin var í tengslum við gististaðinn. Þar var líka allt úr plasti — borðdúkarnir, smjör- diskurinn. Sykurinn og kexið var í sellófan, sultan í litilii plastlíkkistu sem sellófan var límt yfir. Þetta var snemma kvölds og ég var eini viðskiptavinurinn. Meira að segja frammistöðupían var með plast- svuntu. Það lá ekki vel á henni, en hún var heldur ekki í fýlu. Hún var bara ekkert. En ég trúi því ekki að einhver sé ekkert. Það hlýtur að vera eitthvað inni fyrir, þótt ekki væri nema til þess að koma í veg fyrir að skinnið falli saman. Þessi tómu augu, eirðarlausu hendur, þessi dam- askkinn púðruð eins og snúður með plastpúðri, allt þetta hlaut að eiga minningu eða draum. Þegar tækifæri gafst spurði ég: ,,Hvenær ferðu til Flórida?” „Næstu viku,” svaraði hún eins og út í hött. Svo bitaðist eitthvað I
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.