Úrval - 01.09.1976, Blaðsíða 98

Úrval - 01.09.1976, Blaðsíða 98
96 ÚRVAL inu. Konan mín og ég skildumst í flýti, því okkur er báðum illa við kveðjustundir, og hvorugt vildi sitja eftir þegar hitt væri farið. Hún gaf í og geystist af stað til New York og ég, með Kalla mér við hlið ók Rósínant til ferjunnar á Shelter Island, og þaðan til ferjunnar frá Greenport og loks þriðju ferjunnar frá Orient Point til strandar Conn- ecticut, yfir Langeyjarsund, því ég vildi losna við umferðina í New York og komast vel af stað. Og ég viðurkenni að mér fannst ég einn og yfírgefinn. Kalli er stór hundur. Þar sem hann sat við hlið mér var haus hans rétt að segja í sömu hæð og minn. Hann rak nefið upp að eyranu á mér og sagði: ,,Ftt.” Hann er eini hundur- inn sem ég hef vitað geta borið fram samhljóðann F. Það er af því að tennurnar í honum eru skakkar, en sá ágalli kemur í veg fyrir að hann geti tekið þátt í hundasýn- ingum; vegna þess að efri framtenn- urnar rekast ögn í neðri vörina getur hann sagt F. ,,Ftt” þýðir venjulega að hann langar að stansa til að heilsa upp á runna eða tré. Ég opnaði bíldyrnar og hleypti honum út, og hann snéri sér að sínum serimóníum. Við ókum áfram inn í haust- kvöldið, stefndum norður. Mér datt í hug að gaman væri að geta boðið fólki upp á glas, en mér hafði láðst að kaupa vínbirgðir. En á sveita- vegum þessa lands eru fallegar litlar flöskubúðir. Ég vissi að sum ríkin eru þurr en var búinn að gleyma hver þau eru, svo það var eins gott að byrgja sig upp. Lítil búð var spöl- korn frá veginum í trjálundi. Eig- andinn var ungur maður, grár x framan, templari hugsa ég. Hann opnaði pöntunarbókina og sléttaði úr kalkipappírnum með þolinmóðri nákvæmni. Maður veit aldrei hvað aðrirvilja drekka. Ég pantaði búrbon skota, gin, vermúð, vodka, meðal- gott brandí, gamalt eplavín og kassa af bjór. Mér fannst þetta geta mætt flestum tækifærum. Þetta var mikil pöntun fyrir litla búð. Eigandinn varð stóreygur. , ,Þetta verður talsvert partí. ’ ’ , ,Nei — bara ferðabirgðir. ’ ’ Hann hjálpaði mér að bera kassana út og ég opnaði Rósínant. ,,Ferðastuíþessu?” ,Já.” „Hvert?” „Um allt.” Og þá sá ég það sem ég sá svo oft — þrána í augunum. „Drottinn minn! Ég vildi ég gæti gert það.” „Líkarþér ekki vel hér?” ,Jú, það er ágætt, en ég vildi að ég gæti farið svona. ’ ’ „Þú veist ekki einu sinni hvert ég ætla.” „Það er sama. Ég vildi bara fara eitthvað.” ÉG HAFÐI HEITIÐ yngsta syni mínum því að kveðja hann um leið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.