Úrval - 01.09.1976, Blaðsíða 31
29
lagt fast uppljóstrarakerfi til þess að
reyna að komast hjá misnotkun og
tryggja, að upplýsingar þær, sem
aflað er, séu aðgengilegar fyrir alla
þá, sem þarfnast þeirra. Rannsóknar-
lögreglumenn halda vinnudagbækur
færa skrá yfir öll tengsl við uppljóstr-
ara og gefa yfirmönnum sínum
einnig skýrslu öðru hverju. Þetta
veitir eftirlitsmönnum færi á að
stjórna starfi uppljóstraranna og
koma fljótt auga á vandamál í
uppsiglingu eða vissa varhugaverða
þætti. Veiti uppljóstrarinn mjög
litlar upplýsingar eða virðist óáreið-
anlegur, kann svo að fara, að eftirlits-
maðurinn skipi svo fyrir um, að öll
tengsl við hann skuli rofin. Nákvæm
skýrslugerð verndar einnig rannsókn-
arlögreglumanninn, ef ske kynni, að
einhver sæi hann í slagtogi með
alræmdum glæpamanni og kynni,
að draga rangar ályktanir af því.
því.
Það er ætlast til þess í New
Yorkborg, að hver uppljóstrari sé
skráðurhjá Njósnadeildinni. Upplýs-
ingarnar, sem þar em skráðar um
hann, eru meðal annars leyniskrá-
setningarnúmer hans (ekki nafn hans
af öryggisástæðum), auk sérgreinar
hans, svæði það, sem hann hefur
upplýsingar um, og rannsóknar-
lögreglumaðurinn, sem hann veitir
upplýsingar sínar. Með því að leita til
skrá þessarar, getur hver rann-
sóknarlögreglumaður í borginni haft
uppi á uppljóstrara, sem kynni einna
helst að geta veitt honum aðstoð.
Nákvæmt eftirlit, auk réttrar þjálf-
unar rannsóknarlögreglumanna, eru
til lengdar hin eina vernd, sem
möguleg er gegn hinum óhjákvæmi-
legu hættum uppljóstrunarkerfisins.
Þar er ekki um viðkunnanlegt kerfi
að ræða. Kjarni þess er myndaður af
græðgi, undirferli og svikum. En
lögreglumenn gætu fremur verið án
vopna, eftirlitsbifreiða eða fingra-
faragreiningar en uppljóstrara.
Lausnin er ekki fólgin í að leggja
þetta kerfi niður heldur að hafa
stjórn á því, svo að það verði
þjóðfélgið, sem græðir endanlega á
þeim ,,kaupum”, sem fylgja því
óhjákvæmilega.
★
JARÐFRÆÐILEGAR UPPGÖTVANIR í KASAKSTAN.
Á tímabili 9. fimm ára áætlunarinnar 1971—1975 fundu
jarðfræðingar náttúmauðlindir í jörðu á um 200 stöðum, meðal annars
fundu þeir ýmsa hálfmálma, kopar, blý og fosfór.
Mikla þýðingu fyrir efnahagslíf lýðveldisins hefur uppgötvun stórra
neðanjarðarvatna með fersku vatni, sem liggja á mörg hundruð metra
dýpi undir þurrlendum svæðum.