Úrval - 01.09.1976, Blaðsíða 15
39 SKELFILEGAR SEKÚNDUR 1GUATEMALA
13
horst vann næstum sleitulaust í
næstu tvo sólarhringa og veitti yfxr
700 manns læknisaðstoð. Til þess
naut hann hjálpar átta þjálfaðra
hiúkrunarkvenna af indíánaættum.
Meðan hinir eftirlifandi þorpsbúar
í Zumpango voru að skoða þær litlu
matarbirgðir, sem eftir voru í þorp-
inu, komu bændur úr sveitunum í
kring hlaðnir grænmeti, sem þeir
færðu bæjarstjóranum til dreifíngar
meðal þorpsbúa. 1 Guatemalaborg
sendi Gary Wederspahn, fram-
kvæmdastjóri Friðarsveitanna þar,
yfír 100 sjálfboðaliða auk eigin starfs-
fólks til ýmissa stofnana og samtaka,
sem hjálpar þörfnuðust. ,,Meðal
þeirra voru lögfræðingar, kennarar,
skemmtiferðamenn og hippar. Öll-
um var fengið starf að vinna,” segir
Wederspahn.
Kjell Laugerud, forseti landsins,
lýsti yfir neyðarástandi í landinu og
skipaði svo fyrir að allar útvarps-
sendistöðvar skyldu tengdar saman í
eitt miðkerfí, svo að unnt reyndist að
samræma fréttaútsendingar. Sérhver
jarðýta og vörubíll í eigu hersins og
ráðuneytis opinberra framkvæmda,
auk tækja, sem byggingarfyrirtæki
lánuðu, voru nú tekin í notkun til
þess að ryðja vegi. Félagar Flug-
klúbbsins hlóðu litlu flugvélarnar
sínar, 200 talsins, af matvælum,
lyfjum og læknum og lentu á þjóð-
vegum og engjum hvar sem þörf var
fyrirhjálp.
Áður en fyrsti dagurinn eftir jarð-
skjálftann var á enda runninn, lenti
sveit frá bandaríska hernum á flug-
vellinum í Guatamalaborg. Það var
rannsóknarsveit náttúruhamfara-
svæða, og kom hún frá Panama.
Næsta dag ferðaðist sveitin í þyrlu til
næstum hvers bæjar á öllu jarð-
skjálftasvæðinu og talaði þar við bæj-
arstjóra og þorpspresta, áætlaði tölu
látinna og særðra og gerði skrá yfir
þau hjálpargögn, sem mest reið á að
fá sem fyrst.
Læknar, hjúkrunarkonur, fé, mat-
væli, fatnaður og lyf streymdu nú til
landsins frá 27 löndum. Frá Fort
Sill í Oklahomafylki var 47. her-
sjúkrahúsið flutt flugleiðis til Guate-
mala í 14 flugvélum af gerðinni
C—141 og risavaxinni vöruflutninga-
flugvél af gerðinni C—5, ásamt
birgðum og 200 manna lækna- og
hjúkrunarliði. Hinar svokölluðu
,,Med-Com”-sveitir bandaríska hers-
ins voru nú notaðar í fyrsta skipti.
Þar var um að ræða 8 hjálpar-
sveitir en í hverri þeirra voru læknir
og loftskeytamaður ásamt guate-
mölskum fallhlífarhermanni. Þeim
var flogið í þyrlum til afskekktustu
svæðanna. Þessar sveitir veittu yfír
600 manns læknisaðstoð fyrstu
vikuna. _______
Fyrstu vikuna dreifðu Ed Vaught,
fulltrúi Care-hjálparsamtakanna, og
sjálfboðaliðar hans 907 tonnum af
matvælum á Chimaltenangosvæð-
inu. Mexíkóstjórn sendi 5 manna
læknalið ásamt lyfjum, matvælum,
fatnaði og fjarskiptatækjum, og síðan
200 tonn af ýmsum birgðum með