Úrval - 01.09.1976, Blaðsíða 37
TVÆR SEKÚNDUR ÓLIFADAR
35
fyrir sér með öðrum fæti og fann við-
spyrnu þar sem málmbrún stóð fram
á kvarnarhúsinu. Ef þessi spyrna væri
nógu örugg, gæti hann kannski
notað hana til að spyrna sér að
minnsta kosti af kambinum, sem
nartaði án afláts í breiða-beltið hans,
og kannski gæti hann þá sveiflað
fótunum upp yfir hálfsmeters háan
hlffðarvegginn utan um bandið og
bjargað sér.
Hann þrýsti tánum varlega á þessa
málmbrún. Það sem þá gerðist er
dálítið óljóst fyrir honum. Kannski
hafa kvarnarblöðin náð í hælinn á
skónum hans, eða fóturinn runnið út
af brúninni. Hann fann engan
sársauka. Hann minnist þess eins að
yfir hann helltist drífa af hökkuðu
holdi og beinum, og að hann
blindaðist af sfnu eigin blóði.
Hann hélt áfram baráttu sinni,
sleppti aldrei takinu, missti aldrei
meðvitund. Þá gat hann allt f einu og
á óútskýranlegan hátt hreyft sig á ný.
Hann beygði bakið og gat lyft
fótunum af kambinum. Hann gat
fært takið af hlífinni og náð taki á
hlífinni utan um færibandið. Þannig
þokaði hann sér fjær kvörninni,
ennþá án þess að sjá neitt, og reyndi
svo að rísa upp. En hann fékk
fæturna ekki til að hlýða sér.
Eftir nokkrar misheppnaðar til-
raunir tókst honum að lesa sig á
höndunum upp af færibandinu og
setjast á hlffðarbrúnina. Þá strauk
hann framan úr sér með framhand-
leggnum.
Hið fyrsta sem hann gerði var að
líta niður eftir sér. Þar voru engir
fætur. Aðeins stubbar sem enduðu
skammt neðan við nára. Blóðið
spýttist út úr slagæðunum. Vélin
hafði sigrað, hún hafði hakkað f sig
fætur hans.
Það hvarflaði að Ron að láta sig
fallast aftur á bak niður á færi-
bandið og leyfa vélarófreskjunni að
seðja hungur sitt til fulls. Svo fylltist
hann bræði — nei, hún skyldi ekki
sigra. Hann var laus. Héðan af skyldi
hann lifa. Hann rétti út höndina og
seildist í rofana sem stöðvuðu færi-
bandið og kvörnina.
Hann sat enn á brúninni hjá
færibandinu, og nú tók hann með
báðum höndum fyrir slagæðarnar,
sem spýttu lífsblóði hans fram úr
lærastubbunum. Hann fann til svima
og svartir deplar svifu fyrir augum