Úrval - 01.09.1976, Blaðsíða 17
39 SKELFILEGAR SEKÍJNDUR IGUATEMALA
15
margar verksmiðjur sluppu. Búist var
við því, að hægt yrði að taka á móti
skemmtiferðamönnum á næsta
skemmtiferðatímabili eins og venju-
lega. Nú er 548. verkfræðideild
bandaríska hersins frá Fart Bragg í
Norður-Karólínufylki að gera við
hinn þýðingarmikla þjóðveg til hafn-
arborgarinnar Puerto Barrios, en um
hann fara allar útflutingsvömr
Guatemala. Enn er eftir að meta,
hversu mikið allt endurreisnarstarfið
mun kosta. Alþjóðabankinn og Þró-
unarbanki Ameríkuríkja hafa boðið
fram hjálp sína, og bandaríska
þjóðþingið hefur samþykkt myndun
25 milljón dollara sjóðs til endur-
reisnar og endurbyggingar í landinu.
JÖRÐIN HREYFIST, OG VIÐ ÞVÍ
VERÐUR EKKERT GERT.
Það er stöðugt jarðskjálftahætta í
Guatemala. Mörkin milli jaðra meg-
inlandsplatna Norður-Ameríku og
Karabíska svæðis jarðskorpunnar
liggja til austurs og vesturs í gegnum
Kúbu, yfír Karabíska hafíð og eftir
Motaguaárdalnum í Guatemala og
aðeins nokkmm mílum fyrir norðan
Guatemalaborg. Norðurameríska
platan, sem flýtur ofan á efri
hraunleðjulögum jarðarinnar, færist
um hálfan til einn þumlung í
vesturátt á ári hverju og nuggast
stöðugt við Karabísku plötuna. Þegar
þrýstingurinn af þessum núningi
verður of mikill, þrýstist önnur
platan með snöggum ofþrýstingi
nokkra þumlunga eða nokkur fet
fram hjá hinni plötunni og veldur
um leið jarðskjálfta. Jarðskjálftafræð-
ingar álíta, að hreyfíngin við Mota-
guaspmnguna (mörkin) myndi of-
boðslegan þrýsting á um 50 ára fresti.
Guatemalaborg eyðilagðist síðast í
tveim öflugum jarðskjálftum, sem
urðu með nokkurra daga millibili í
desember árið 1917 og janúar árið
1918.
Besta verndin gegn jarðskjálftum
er að flytja frá þeim svæðum, þar sem
mest hætta er á þeim. En fólk vísar
þessu skynsamlega ráði venjulega á
bug. I San Andrés Itzapa virti ég
Gavino Puj Tinac fyrir mér, þar sem
hann var að endurreisa veggi húss
síns úr heimagerðum leirsteinum,
líkt og fyrirrennarar hans höfðu gert í
þúsundir ára. „Ríkisstjórnin veitir
þér lán til þess að kaupa timbur og
álþakplötur í ömggara hús, ’ ’ sagði ég
við hann.
,,Sí, Senor.” (Já, herra).
,,Annar jarðskjálfti eyðileggui
þetta hús þitt, og í næsta skipti gætir
þú týnt lífi.”
,,Si Dios Quiere, Senor.” (Ef guði
þóknast, herra).
★
Heyrt á skrifstofu í kaffitíma: Það hlýtur að vera eitthvað til í þessu
með endurholdgunina. Ég gæti aldrei hafa dregist svona langt aftur úr
með starfíð á aðeins einni ævi.
Current Comedy.