Úrval - 01.09.1976, Blaðsíða 19

Úrval - 01.09.1976, Blaðsíða 19
ÆVINTÝRABORGIN PRAG Kúgun og undirokun er Tékkum ekki neitt nýtt fyrirbrigði. í 500 ár hefur verið barist um land þeirra og þeir verið rændir og þeim verið stjórnað af þjóðverjum, pólverjum, ungverjum, svíum og austurríkis- mönnum. Stundum hefur þjóðtunga þeirra jafnvel verið bönnuð í skól- unum. Á síðari tímum hafa þeir aðeins einu sinni kynnst raunveru- iegu sjálfstæði. Það var á tímabilinu 1918 til 1938, en þá var tékkneska lýðveldið eitt sannasta lýðræðisríki Evrópu. Það má telja næstum furðu- legt, að tékkum hefur tekist að varðveita þjóðarsérkenni sín og þjóð- erni, og má þakka það þrjósku þeirra, ódrepandi trú á hlutverk sitt og örlög og tryggð við hina fögru höfuðborg, sem þeir hafa elskað í rúm þúsund ár. BORG LJÓSS OG SKUGGA TILVERUNNAR. Það er ekki aðvelt að lýsa töfrum Prag. Skáld og listamenn hafa lýst henni sem „ójarðneskri” borg, sem ,,gullnu ljóðaneti” ogsem ,,sinfóníu úr steini”. í mínum augum er hún borg ævintýrisins, borg þröngra mið- alda gatna og torga, sem þakin eru hrjúfum steinum, borg veitingakráa í dimmum kjöllurum, sem upplýstar eru af kertaljósum, borg furðuturna, þar sem fögrum meyjum var sjálfsagt haldið föngnum áður fyrr af galdra- illþýði. Hvarvetna má koma auga á ýmis furðuverk, glitrandi hallir og kirkjur í barokstíl, svo glæsilegar og skrautlegar, að það minnir helst á 17 Torg gamla bæjar og kirkja vorrar frúar af Tyn. sykurkökuhúð, gömlu vélklukkuna á Gamla borgartorgi, sem gerð var árið 1490, þar sem styttur af Kristi og postulum hans birtast í skrúðgöngu, á meðan dauðinn hringir klukku og látúnshani gefur til kynna með gali sínu, hvað klukkan sé. Og ekki vantar slíkar furður í Gullgötu, ævintýragötu, þar sem eru pínulítil hús, fínleg á lit, en fyrir þrem öldum vom þau heimili gullgerðarmanna, sem reyndu að breyta blýi í gull. Ferð um Prag verður að byrja í hinum dýrðlega Hradcanykastala, sem gnæfír yfir borgina uppi á hæð á vesturbakka Vltavaárinnar. Það tók 11 aldir að byggja hann og stækka upp í sína núverandi mynd. Þar er ekki um eina byggingu að ræða heldur samstæðu af höllum, kirkjum og görðum, þar sem greina má alla þá byggingastíla, sem í tísku hafa verið í Vestur-Evrópu, allt frá leifum frá 9. öld til nýtísku glugga úr lituðu gleri. Á meðal hinna mörgu meist- araverka hans má nefna hina geysi-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.