Úrval - 01.09.1976, Blaðsíða 111

Úrval - 01.09.1976, Blaðsíða 111
Á FERD MEÐ KALLA 109 „Ertu með nokkuð tollskylt?” „Ég hef ekki verið erlendis.” „Ertu með vottorð um bólusetn- ingu gegn hundaæði fyrir hundinn þinn?” „Hann hefur ekki verið erlendis heldur.” ,,En þið emð að koma frá Kanada.” ,,Ég hef ekki verið í Kanada.” Ég sá stálið færast í augun og brúnirnar síga niður að tortryggnis- markinu. „Viltu koma inn í skrif- stofuna.” Þetta hafði sömu áhrif á mig og ef Gestapó hefði kvatt dyra. Það leiddi til hræðslu, reiði og sektartilflnningar hvort sem maður hafði gert eitthvað af sér eða ekki. Rödd mín var reiðileg og það vekur þegar í stað tortryggni. „Gerðu svo vel að koma inn á skrifstofuna.” „Ég var að segja þér að ég hef ekki verið í Kanada. Ef þið hefðuð fylgst með hefðuð þið séð mig snúa við.” „Þessa leið, gerðu svo vel.” Svo í símann: „New York númer þetta og þetta. Já. Skúffubíll með svefnhúsi. Já — og hundur.” Við mig: „Hvers konar hundur er það?” ..Loðhundur — ég sagði loð- hundur. Ljósbrúnn.” „Blár” sagði ég. „Ljósbrúnn. Ókei. Takk.” Við mig: „Þeir segja að þú hafir ekki farið yfir landamærin.” „Ég var að segja ykkur það.” „Má ég sjá vegabréfið þitt?” „Hvers vegna? Ég hef ekki farið úr landi. Og ég er ekki að fara úr landi.” En samt rétti ég honum vegabréfíð. Hann blaðaði í gegnum það, staldraði við stimpla gamalla ferðalaga. Hann grandskoðaði mynd- ina af mér og opnaði gula kúabólu- vottorðið aftan í vegabréfinu. Neðst á öftustu síðunni sá hann einhver tákn. teiknuð þar ofurveikt með blýanti. „Hvað er þetta?” „Ég veit það ekki. Má ég sjá. Ó, þetta! Þetta er símanúmer.” „Hvað er það að gera í vegabréfínu þínu?” „Mig hefur sjálfsagt vantað pappírssepil. Ég man ekki einu sinni hver á þetta símanúmer. En nú hafði hann tak á mér og vissi það. „Veistu ekki að það er lögbrot að krassa í vegabréf?” „Ég skal stroka það út.” „Það má ekki skrifa neitt í vegabréfin. Það eru lög.” „Ég skal ekki gera það aftur, því lofa ég.” Mig langaði að fullvissa hann um að ég skyldi ekki stela, að umgangast fólk með vafasamt sið- ferði eða girnast konu náunga míns, eða hvað sem var. Hann lokaði vega- bréfínu vandlega og rétti mér það aftur. Ég er viss um að honum leið betur að hafa fundið þetta síma- númer. Setjum nú svo að hann hefði ekki fundið mig sekan um neitt, og það á viðburðalausum degi. „Takk,” sagði ég. „Má ég nú fara?” Hann bandaði hendinni vinsam- lega. „Gerðu svo vel,” sagði hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.