Úrval - 01.09.1976, Blaðsíða 116
114
LJRVAL
ég er ekki feiminn við að viðurkenna
að ég er óforbetranlegur gluggagæg-
ir. Ég hef aldrei farið framhjá
ótjölduðum glugga án þess að líta
inn, hef aldrei lokað eyrunum fyrir
samtali sem ég átti ekki að heyra. Ég
get réttlætt þetta og jafnvel upphafið
það með því að segja að í mínu starfi
verði ég að vita um fólk, en mig
grunar að ég sé einfaldlega forvitinn.
Þar sem ég sat í óuppbúnu
herberginu fór Einmana Harry að
taka á sig mynd og lögun. Ég
skynjaði hinn nýfarna gest í bútum
sem hann hafði skilið eftir af sjálfum
sér. Auðvitað hefði Kalli, jafnvel
með sitt ófullkomna nef, fundið
meira. En hann var að búa sig undir
klippingu. Samt er Harry mér jafn
raunverulegur og nokkur sem ég hef
hitt, raunverulegri en margir þeirra.
Hann er ekki einstæður, miklu
fremur einn af stórum hópi. Þess
vegna skiptir hann máli í allri
könnun á Ameríku. Ef fjöldi manns
fer nú að gerast órólegur, leyfið mér
þá að segja, áður en ég fer að raða
honum saman, að hann heitir ekki
Harry. Hann á heima í Westport í
Connecticut. Þær upplýsingar feng-
ust á þvottaseðlum af nokkrum
skyrtum. Maður býr venjulega þar
sem skyrturnar manns em þvegnar.
Mig grunar að hann vinni í New
York. Ferð hans til Chicago var fyrst
og fremst viðskiptaferð með venju-
legum gleðistundum í kaupbæti. Ég
veit nafn hans af því hann skrifaði
það hvað eftir annað á bréfsefni
hótelsins, í hvert sinn með nýjum
halla og krúsidúllum. Það virðist
tákna að hann sé ekki alveg viss um
sig í viðskiptaheiminum, en þarna
vom fleiri merki um vem hans.
Hann hafði byrjað á bréfí til konu
sinnar en það hafnaði í mslakörf-
unni: „Elskan, allt gengur eftir
áætlun. Reyndi að hringja í frænku
þína en enginn svaraði. Ég vildi þú
værir hérna hjá mér. Þetta er
einmanaleg borg. Þú gleymdir að
stinga ermahnöppunum niður hjá
mér. Ég keypti mér ódýra hnappa hjá
Marshall Field. Ég skrifa þetta meðan
ég bíð eftir C. E. Ég vona að hann
komi með samn...”
Það var eins gott að Elskan kom
ekki til að gera Chicago minna
einmana fyrir Harry. Gestur hans var
ekki C. E. með samning. Hún var
brúnhærð og notaði mjög ljósan
varalit — sígarettustubbar í ösku-
bakka og á glasbrún komu upp um
það. Þau drukkujack Daniel’s, heila
flösku — eftir stóð flaskan, sex
sódaflöskur og krúsin undan ísmol-
unum. Hún notaði stekt ilmvatn og
var ekki um kyrrt um nóttina —
annar koddinn var aðeins notaður en
á honum hafði ekki verið sofíð, það
var heldur enginn gamall varalitur á
servíettum. Mér finnst að hún hafi
heitið Lucille — ég veit ekki hvers
vegna. Kannski vegna þess að svo var
og er. Hún var taugaóstyrkur vinur -
reykti fílter sígarettur Harrys án afláts
en drap í hverri þegar þriðjungurinn
haf$i logað og kveikti í annarri og