Úrval - 01.09.1976, Blaðsíða 51
,, PAPPÍRSFÖLK ’ ’ FALIN PLÁ GA
mikið safn af fæðingarvottorðum,
ökuskírteinum, inneignarkortum og
öðrum plöggum til að fjármagna
með tilveru sína „neðanjarðar”.
David Fine, sem eftirlýstur var í
sambandi við sprengjutilræðið í Wis-
consinháskóla árið 1970, sem varð
einum aðstoðarprófessoranna að
bana, hafði verið einn þeirra tíu,
sem efstir voru á lista FBI í fimm
ár, þegar hann náðist í janúar síð-
astliðnum í Kaliforníu. Hann hafði
setið í háskóla, fengið atvinnuleys-
isstyrk og matarávísanir sem ,,papp-
írsmaður.” ,,Ég lifði góðu lífi,”
sagði Fine eftir á.
Mánuði áður hafði lögreglan í San
Diego handtekið Douglas Hardy fyrir
minniháttar yfirsjón. Samkvæmt
venjunni voru fingraför hans send til
Washington, þar sem FBI þekkti þau
sem fíngraför Dwight Armstrong,
annars eftirlýsts flóttamanns frá
sprengjutilræðinu í Wisconsin. Þegar
í stað var haft samband við lög-
regluna í San Diego, en þá kom í
ljós að ,,Hardy” hafði verið sleppt úr
haldi vegna þrengsla í fangageymsl-
unni. Hann er enn á faralds fæti.
Margir ólöglegir innflytjendur
smygla sér til Bandarikjanna án
pappíra af nokkru tagi, en þegar þeir
eru komnir, falla þeir oft í þá freistni
að nota fölsuð persónuskilríki til þess
að fá atvinnuleysisstyrki og hafa fé af
almannatryggingum. Þeir kosta
bandarískan almenning 12 billjónir
dollara á ári, að því talið er. I Kali-
forníu er talið, að þessháttar fólk
49
fái 100 milljónir dollara á ári út úr
almannatryggingum. I New York
City er talið að 65 þúsund ólöglegir
innflytjendur séu í opinberum skól-
um og kosti skattgreiðendur 78
milljónir dollara á ári.
Útlendingaeftirlitið telur, að í
Bandaríkjunum séu átta milljónir
ólöglegra innflytjenda. Flestir halda,
að þeir vinni aðeins erfíðis- og
óþrifavinnu, sem fæstir Bandaríkja-
menn myndu viija líta við hvort sem
er, en að minnsta kosti rúm milljón
þessara manna eru í mjög ábata-
sömum störfum. Nýlegar uppljóstr-
anir hafa meðal annars leitt í ljós
grískan pípulagningamann, sem
hafði 12 dollara (2.220 kr) á tímann,
jamaískan trésmið, sem hafði 300
dollara (55.500 kr) á viku, og vestur-
indískan rafeindaverkfræðing, sem
hafði 17 þúsund dollara (3.145.000
kr) á ári. Sérfræðingar stjórnarinnar
telja, að þessir útlendingar sendi ár-
lega fíórar billjónir dollara af tekjum
sínum úr landi.
Síðar í sumar mun rannsóknar-
nefndin gera grein fyrir rannsóknum
sínum. Meðal þeirra tillagna til úr-
bóta, sem komið hafa til umræðu eru
þessar: Að hafa ævinlega fæðingar-
og dánarskýrslur saman, og herða
viðurlög við því að nota ranglega
fengin fæðingarvottorð. Einnig hefur
komið til greina að koma upp kerfí til
þess að komast að því þegar við hand-
töku, hvort sá grunaði er í raun og
veru sá sem hann hefur bréf upp á að
vera, svo eftirlýstum afbrotamönnum