Úrval - 01.09.1976, Blaðsíða 54
52
URVAL
rjúkandi ráð, þegar þeim finnst ástin
vera orðin hálfvolg,” sagði Selma
Miller, formaður New York deildar
ráðgjafasambandsins. ,,Það er eins og
þau haldi að ástin svífi í lausu
lofti og geti aldrei bilað.” En þegar
til hjónabands kemur, er útilokað að
sýna aðeins sínar bestu hliðar, eins og
hægt er að gera í tilhugalífinu.
Margskonar kröfur og áreynsla, svo
sem eins og af starfi, börnum,
veikindum og fjárhagsörðugleikum
hafa eindregna tilhneygingu til þess
að reyna mjög á ástina.
,,Hjónin verða að leggja sig öll
fram, ef ástin á stöðugt að vera í
hámarki,” sagði Barry Cavaghan frá
Sacramento. ,,Hjónaband þarf að-
hlynningu — það þarf reglulega að
vökva það með vilja, hugkvæmni
og gagnkvæmri sjálfsfórn.” Hann
taldi rétt að hver hjón legðu fyrir sig
þessa spurningu: ,,Hefur hjónaband
okkar forgang, eða fær það aðeins
leifarnar af tíma okkar og þreki?”
Hann sagði frá hjónum, sem bæði
vinna stranga vinnu, og lögðu svo
hart að sér við hana, að þau voru
nánast ekki kunningjar lengur. Þá
ákváðu þau að taka sér frí eina viku
í mánuði og fara þá burtu án barn-i
sinna, til þess að njóta þess að vera
ein saman.
2. HVORT OKKAR HEFUR RÉTT
FYRIRSÉR?
Marcia Lasswell frá Pomona sagðist
muna eftir því að eitt sinn varð hún
að hlusta á hjón hella ásökunum
hvort yfír annað áður en hún komst
að. Þegar hún stakk upp á því, að
þau Iétu sér færra um ásakanirnar
en gættu L '.tur að þeim tilfinningum
sem að baki lægju, sagði konan:
,,Þess þarf ekki. Við viljum bara fá úr
því skorið hvort okkar hefur á réttu
að standa.”
Ef til vill er hið erfiðasta í ráð-
gjafarstarfinu að sannfæra hjónin
um, að þegar hjónabandságreiningur
er annars vegar hefur næstum hvor-
ugur aðilinn aldrei rétt fyrir sér né
heldur rangt, sagði Gordon Osborne
frá Salem. Þar er aðeins um mismun-
andisjónarmið að ræða. Eitt ráð, sem
ráðgjafar hafa undir slíkum kringum-
stæðum er að láta hjónin skipta
um hlutverk — taka hvors annars
sjónarmið og verja það — eða skipta
um verkefni heima fyrir um skeið.
Eiginmaður, sem neitar að leggja
meiri matarpeninga af mörkum, er
Iíklegur til að kveða við annan tón
eftir að hann hefur þurft að kaupa í
matinn í viku til hálfan mánuð.
3. ER ÞETTA EKKI I RAUNINNI
K YNFERÐISLEGT VANDAMÁL?
Hjón á þrítugsaldri sögðu Selmu
Miller að þau næðu ekki saman
kynferðislega. ,,Ég komst fljótt að
því, að tilfinningaágreiningur þeirra
var djúpstæður á mörgum sviðum,”
sagði Selma, ,,og þau beittu fyrir
sig kynlífinu eins og skildi til þess að
komast hjá að horfast í augu við
tilfinningaágreininginn. ”
Kynfrelsi nútímans leiðir til þess,
að hjón gera þetta ósjálfrátt. Það er
ekki lengur skömm að því að viður-