Úrval - 01.09.1976, Blaðsíða 70
68
URVAL
lin að yrkja kvæði og semja háðgrein-
ar um stjórnvöldin í Boston, ýmist
undir eigin nafni eða dulnefni. Hann
stakk þessu undir hurðina í prent-
smiðju hálfbróður síns á næturnar,
og hálfbróðir hans, sem grunaði ekki
hver höfundurinn var, birti þetta.
Franklin var haldinn óseðjandi börf
til þess að semja, og því lagði hann
stund á vísindi, heimspeki og erlend
tungumál upp á eigin spýtur (latínu,
frönsku, þýsku, ítölsku og spænsku),
því að hann hafði aðeins hiotið
tveggja ára formlega skólagöngu.
Þegar tímar liðu fram, varð Franklin
einn þekktasti þálifandi rithöfundur
í hinum enskumælandi heimii
kannski sá allra þekktasti. Bækur
hans, sem höfðu að geyma ýmsa
málshætti og heilræði um daglegt
líf, voru metsölubækur bæði í Amer-
iku og Evrópu, og sjálfsævisaga hans
er mikið lesin enn þann dag í dag.
I dagbækur sínar skrifaði hann og
útskýrði á skipulegan hátt allar
athuganir sínar, rannsóknarefni og
niðurstöður. Þetta efni notaði hann
síðan smám saman í greinar, bækl-
inga, bækur og hugmyndir, sem
mótuðu heila þjóð.
Hann stofnaði tímarit og dagblöð
jafnóðum og hann skrifaði og varð
ríkur af ágóðanum. Hann stofnaði
dagblað í Philadelphiu, og síðar
stofnaði hann þar einnig tímarit.
Hann hóf útgáfu hins ódauðlega
„Almanaks fátæka Richards” aðeins
26 ára að aldri. Tugir málshátta
þeirra og heilræða, sem þar birtust,
eru enn í daglegri notkun, svo sem:
„Reynslan er dýr skóli, en samt vilja
heimskingjar ekki læra í neinum
öðrum,” „Ekkert er óhjákvæmilegt,
nema dauðinn og skattarnir,” og
,,Guð hjálpar þeim, sem hjálpa sér
sjálfir. ”
Penni hans var honum öflugt
vopn, einnig sem stjórnmálamanni.
Meðan hann var í Lundúnum fyrir
amerísku stjórnarbyltinguna og talaði
þar máli bresku nýlendnanna í
Ameríku, gaf hann út háðgrein, sem
fór eins og eldur í sinu um víða
veröld. Hún bar heitið „Reglur um
það, hvernig hægt er að gera mikið
heimsveldi að litlu heimsveldi.”
Og þessar „reglur” voru nákvæm-
lega þær sömu og óréttlátu stjórn-
unaraðferðirnar, sem beitt var gegn
nýlendunum.
SÁL VÍSINDAMANNS.
Velgengni Franklins sem útgef-
anda gerði honum fært að setjast í
helgan stein 42 ára að aldri. Hann
vonaðist til þess að geta helgað mesta
áhugamáli sínu kraftana það sem
eftir væri ævinnar, sem var tilraunir
á sviði vísinda. Hann fékk svigrúm
til slíks í aðeins fímm ár, áður en
„Nýja þjóðin” fór fram á að fá að
nýta krafta hans. En samt hafa
vísindaafrek hans skipað honum sess
meðal risanna á sviði vísinda.
Allir vita, hvernig Franklin dró
rafmagn út úr skýi með hjálp flug-
dreka. En fáir gera sér grein fyrir því,
að hann myndaði og mótaði fyrstu
haldbæru kenninguna um rafmagnið.
Vísindamenn höfðu álitið, að elding-
ar og rafmagn væru tvö aðskilin öfl.
Franklin sannaði (að nokkru leyti
með flugdrekanum), að þar var um
eitt og sama aflið að ræða. Hann
varð einnig hinn fyrsti til þess að
flokka rafmagn sem „jákvætt” og
„neikvætt” eftir eðli þess, en þau
orð notum við ennþá. Við eigum
honum að þakka nýyrði yfír rafhlöðu,
rafleiðara, rafhleðslu og afhleðslu.
Þarna var um að ræða geysilega
framför á hugmyndasviði raffræðinn-