Úrval - 01.09.1976, Side 96
94
URVAL
jörðina og virti fyrir sér styrktar
fjaðrirnar. Hann var hljóður og fyrir-
ferðarlaus. Eftir viku stóðst hann
þetta ekki lengur. Orðin brutust
gegnum feimnina. Hann sagði: ,,Ef
þú tekur mig með þér, skal ég gera
hvað sem er. Ég skal elda, ég skal
alltaf þvo upp, ég skal vinna allt og
hugsa um þig.”
Því miður fyrir mig þekkti ég þessa
þrá. ,,Ég vildi ég gæti það,” sagði
ég. ,,En skólanefndin og foreldrar
þínir segja að ég geti það ekki.”
,,Ég skal gera hvað sem er,” sagði
hann. Og ég held hann hefði gert
það. Ég held hann hafi ekki gefið
upp vonina fyrr en ég ók burtu án
hans. Hann dreymdi drauminn sem
mig hefur dreymt alla ævi og við
honum er ekkert lyf.
Það tók langan og ánægjulegan
címa að búa Rósínant út. Ég tók
alltof marga hluti, en ég vissi ekki
hvers ég þyrfti. Dráttartóg, litla
talíu, graftól og kúbein, verkfæri til
að búa til hluti og gera við hluti og
fleira. Svo tók ég neyðarbirgðir af
mat. Ég yrði seint í norðvesturríkj-
unum og kynni að lenda í snjó. Ég
bjó mig undir að minnsta kosti viku
óvænta uppákomu. Það var auðvelt
með vatn, það var hundrað og
tuttugu lítra tankur á Rósínant.
Mér datt I hug ég kynni að skrifa
á leiðinni, kannski ritgerðir, örugg-
lega smánótur, vitaskuld sendibréf.
Ég tók með mér pappír, kalkipappir,
blýanta, rissbækur, orðabækur, al-
fræðibók í samþjöppuðu formi og tíu
uppsláttarbækur aðrar, þungar bæk-
ur. Liklega er sjálfsblekkingargeta
okkar takmarkalaus. Ég veit fullvel
að ég skrifa aldrei smánótur
og ef ég geri það, annað hvort týni
ég þeim eða get ekki lesið þær.
Ég veit líka af þrjáríu ára reynslu
að ég get aldrei skrifað um atburð
meðan hann er ferskur. Hann verður
að gerjast. Ég verð að jórtra á honum
eins og vinir mínir kalla það. Samt
setti ég nógan pappír í bxlinn til að
skrifa á tíu bindi. Þar að auki setti ég
í hann sjötíu og fimm kíló af bókum
sem ég hef aldrei gefið mér ríma til
að lesa, og auðvitað em það bækur
sem mann langar ekki að gefa sér
tima til að lesa. Niðursoðinn mat,
skot í byssurnar, verkfærakassa, alltof
mikið af fötum, teppi og púða,
einhver ósköp af skóm og stígvélum,
fóðmð nælonundirföt til að fara í
þegar kalt væri, plastdiska og bolla
og pönnur og varabrúsa af gasi. Mér
telst núna til að ég hafí haft fjórum
sinnum of mikið af öllu.
En Kalli les hugsanir. Margar hafa
ferðirnar verið farnar um hans daga,
og oft hefur hann verið skilinn eftir
heima. Hann veit hvað til stendur
löngu áður en töskurnar koma út og
hann eigrar um, hefur áhyggjur og
vælir og tekur taugaveiklunarköst,
þótt gamall sé. Þessar vikur 'sem
undirbúningurinn stóð var hann
alltaf fyrir og til bölvaðrar óþurftar.
Hann fór að fela sig í Rósínant,
laumast upp í og gera sig lítinn.