Úrval - 01.09.1976, Qupperneq 22
20
ÚRVAL
bæjartorgi, en þar mættust verslun-
arleiðir úr allri Mið-Evrópu á 10. öld.
Þessi staður er stórkostlegt augna-
yndi með ráðhúsi sínu frá mið-
öldum, hinni töfrandi vélklukku,
útiveitingahúsum og hinum yndis-
legu húsum og bogagöngum frá
endurreisnartímanum. Áhrifamikið
minnismerki um siðbótarmanninn
Jóhann Húss (fyrirrennara Marteins
Lúthers) stendur á miðju torginu,
og nálægt því er Bethlehemskap-
ellan, þar sem Húss framdi þann
villutrúarverknað að prédika yfir
fólkinu á þeirra eigin máli.
Nokkrum götulengdum þaðan er
hið sögufræga gyðingahverfi. Gamla-
nýja gyðingabænahúsið er elsta
gotneska byggingin í Prag, en þar
hafa verið haldnar guðsþjónustur
daglega síðan 1270. Fjögur önnur
bænahús gyðinga eru núna söfn.
Sumir af þeim munum, sem eru þar
til sýnis, fá mann til þess að tárast,
svo sem málverk, ljóð og leikbún-
ingar, allt gert af gyðingabörnunum
í fangabúðum nazista, áður en þau
voru drepin.
Kannski er kirkjugarðurinn samt
furðulegasti staður hverfisins. Land-
rými hans var mjög takmarkað, og
hann var alls ekki hægt að stækka.
Því var bætt við mold til viðbótar,
eftir því sem gröfunum þar fjölgaði,
og nýjar grafir voru gerðar ofan á
þeim gömlu, þar til nú eru þar allt
að 10—12 raðir af kistum, hver uppi
af annarri. Þcgar nýrri gröf var bætt
ofan á þá gömlu, voru legsteinarnir
færðir upp á yfirborðið. Nú eru þar
því yfir 12.000 legsteinar, sem þekja
næstum alveg gervallan kirkjugarð-
inn.
Sú gröf í kirkjugarðinum, sem
oftast er heimsótt er gröf gyðinga-
prestsins Judah Low frá 16. öld, en
samkvæmt gamalli sögn skapaði
hann Golem, risavaxinn gervimann
úr leir, sem hann gæddi síðan lífi,
hvenær sem hann þarfnaðist aðstoðar
hans. Það gerði hann með því að
stinga pergamentsblaði 1 mann hans,
sem á var ritað hið leynda nafn guðs.
Jafnvel enn þann dag í dag trúa
íbúar Prag því, að skrifi maður ósk á
blað og stingi því inn á milli
steinanna á gröf gyðingaprestsins
sáluga, sem gat gert slík krafta-
verk, þá muni hann skerast í leikinn
og sjá til þess að óskin verði upp-
fyllt. Honum berast reiðinnar ósköp
af slíkum óskabréfum rétt fyrir próf
og þýðingarmikla kappleiki, og á
vorin eykst flóðið enn meira, þegar
elskendur þyrpast að gröf hans.
HULIN ÁSÝND YFIRVALDANNA.
Það er vel þess virði að fara frá
Gamlabæ til hverfis, sem myndað var
árið 1348 en er samt enn kallað
Nýibær. Þetta var aðsetursstaður
stjörnuspámanna og gullgerðar-
manna, þar á meðal hins fræga dr.
Fausts, sem sagður er hafa selt djöfl-
inum sál sína í skiptum fyrir hina
fullkomnu þekkingu. Wenceslastorg,
hálf míla á lengd, sem er þar
skammt undan, er helsta verslunar-