Úrval - 01.03.1982, Blaðsíða 4
2
ÚRVAL
landi í Washington er skylda alla bíl-
stjóra til að hafa meðferðis ruslafötu
eða poka fyrir rusl. Dag nokkurn var
maðjr nokkur í ökuferð með sex
börnum sínum stöðvaður af vegaeftir-
litsmanni. Þegar hann hafði skoðað
ökuskírteinið hans spurði hann hvort
ruslafata væri með í bílnum.
,,Hvort ég hef meðferðis rusla-
fötu?” kallaði hann upp yfir sig.
,,Nei, ég keyri í ruslafötu.” —p.K.
Kona nokkur, ekkja þjóns á stóru
veitingahúsi, fór til miðils í þeirri von
að komast í samband við eigin-
manninn. Ljósin voru deyfð og
miðillinn féll í trans og hún heyrði
smábank úr borðinu sem hún sat við.
,,Fred,” sagði hún, ,,Fred, ert
þetta þú? Talaðu við mig.”
Þá svaraði draugsleg rödd: ,,Ég get
það ekki. Þetta erekki mitt borð.”
(Robson books)
Lögreglumaður í Belfast stöðvaði bíl
klukkan tvö að nóttu til og spurði
hvert ökumaðurinn væri að flýta sér.
,,Ég er á leiðinni á fyrirlestur,”
svaraði hann.
Undrandi á svarinu spurði
lögreglumaðurinn hvar ætti að halda
þennan fyrirlestur. Maðurinn gaf upp
heimilisfang samhljóða því sem var í
ökuskírteininu hans.
,,Og hver ætlar að halda þennan
fyrirlestur?” spurði lögreglu-
maðurinn.
Ökumaðurinn leit hryggur á svip á
hannog svaraði: ,,Konan mín.”
— Belfast Telegraph
„Manstu þegar ég fór á hausinn og
þú hjálpaðir mér og ég sagði að ég
myndi aldrei gleyma þér?”
,Já!”
, ,Ég er aftur á hausnum. ’ ’
- A.S.
Tveir klepparar áttu að fá tækifæri
til að sleppa ef þeir gætu bent á hvar
heilinn í þeim væri.
Sá fyrri benti á lófann á sér og geð-
læknirinn bað um að hann yrði aftur
lokaður inni.
Seinni klepparinn benti á höfuðið
ásér:
,,Jæja, og hvernig fórstu að því að
finna þetta út,” spurði geðlæknirinn.
Klepparinn hikaði andartak, svo
kom slægðarsvipur í augu hans er
hann svaraði: ,,0, maður notar nú
þær gráu,” sagði hann og benti um
leið á lófann á sér. — Á.G.