Úrval - 01.03.1982, Blaðsíða 82
80
ÚRVAL
„halda sölufund” í 12 borgum í
Bandaríkjunum en þar sátu 2000
manns og horfðu á risastóra skjái.
Mörg fyrirtæki leigja nú bæði út-
sendingar- og móttökuloftnet.
Kannski dregur þetta úr viðskipta-
ferðum ef þróunin heldur áfram á
þessari braut.
Framtíð fjarskiptahnatta og sjón-
varpssendinga er björt en enginn
skyldi ætla að engar blikur séu á lofti.
Hér er fmmskógur reglugerða og
lagafyrirmæla. Fulltrúi alríkis-
nefndarinnar í fjarskiptamálum segir:
„Allar gömlu reglugerðirnar em að
hrynja. Gamlar reglur henta ekki
alltaf nýjum aðstæðum. ’ ’
Menn þurfa líka að hugsa um
tæknileg vandamál fjarskipta-
hnattanna. Gert er ráð fyrir að
hnettirnir séu starfhæfir í sjö til tíu ár.
Það gæti orðið erfitt fjárhagslega fyrir
sum fyrirtækin þegar tími er kominn
til að skipta um „fuglana” á
himninum.
Stundum bila fjarskiptahnettir ltka
og allt að 24 rásir geta horfíð
samtímis. Þeir hverfa jafnvel
sporlaust. (Satcom III hvarf þannig
10. desember 1979 en RCA tókst að
bæta áhorfendum það upp með því
að tengja þá við AT&T hnött.)
Við verðum líka að líta á málið frá
félagslegum sjónarhóli. Við náum
fleiri og fleiri rásum fyrir tilstuðlan
fjarskiptahnatta en er þar með sagt að
dagskráin verði betri? Verður
útkoman sú að við sitjum uppi með
margar rásir sem endursýna alls konar
myndir?” Kapalkerfíð hefur ekki
sýnt mikið frumkvæði hingað til og
um það bil 70% af öllum kapal-
kerfum í Bandaríkjunum sýna ekki
annað en það sem hægt er að sjá í
sjónvarpinu: fréttir, kvikmyndir,
íþróttamyndir og sérefni.
Hvað verður um okkur ef við
höfum um 100 rásir að velja? Verðum
við þá heima á kvöldin og horfum á
hljómleika eða leikrit eða góða
íþróttaleiki? Hættum við að fara út?
Verður mannfólkið lokað inni á
heimilum sínum?
Sennilega fáum við að vita svarið
fyrr en okkur grunar.
Þegar ég tók við því starfí hjá félagsmálaráði að taka skýrslur af
gömlu fólki sem þurfti sérstaklega á læknisaðstoð að halda gaf afí
minn mér þetta ráð: „Þegar það segist vera orðið 67 ára þá skaltu
hika, lyfta augabrúnunum, brosa eins og þú trúir varla og spyrja
hvort það sé alveg víst. Segðu því að það líti alls ekki út fyrir að vera
orðið 67 ára. Gerðu þetta, elskan mín, og flestir munu yfírgefa þig
léttir í spori og það sem ennþá betra er, þér mun líða vel. ”
Ég hlustaði á afa og núna, ári síðar, er ég ánægð með að geta sagt
að hvort tveggja hefur komið fram. — H.L.