Úrval - 01.03.1982, Blaðsíða 80
78
ÚRVAL
ættu allir að geta náð sem hafa beint
loftnetinu að réttum stað á himin-
hvolfinu. Móttökustöðvarnar eru
íhvolfir diskar, allt frá 3 að 11
metmm í þvermál.
Nú em rúmlega þrjár tylftir fjar-
skiptahnatta yfir Norður-Ameríku
eða í þann veginn að verða sendir á
loft. Þeir sjá ekki aðeins um sjón-
varpsdagskrá heldur og útvarpsfréttir,
símhringingar og tölvusendingar. í
Satcom I em flest þau tæki sem notuð
em til kapalútsendinga. Western
Union leigir tíma á Westar til út-
sendingar, þar á meðal PBS
(almennu útvarpsstöðinni) sem árið
1978 varð fyrst útvarpsstöðva til að
senda allt sitt sjónvarpsefni um gervi-
hnött. PBS sendir út ýmislegt efni,
svo sem yfirheyrslur hjá rannsóknar-
nefndum þingsins, þætti á erlendum
tungum og barnaefni, þætti fyrir
roskið fólk. Einstakar endur-
varpsstöðvar geta látið
útsendingarnar lönd og leið eða
tekið þær upp til að nota seinna og
valið úr það sem þær álíta að
áhorfendur vilji helst horfa á.
Það er tiltölulega ódýrt að nota sér
fjarskiptahnettina þegar búið er að
koma þeim á braut. Ársleiga fyrir
venjulega sjónvarpsrás í gegnum
gervihnött er um ein milljón Banda-
ríkjadala. I samanburði við þessa
upphæð má nefna að ABC, CBS og
NBC borga Bell-fyrirtækinu hvert
fyrir sig 15 milljónir dala árlega fyrir
að dreifa efni sínu um öll Bandaríkin
eftir köplum. Sjónvarpsstöðvar í
einkaeign hafa hins vegar ekki sýnt
sama áhuga á að nota sér fjarskipta-
hnetti og PBS, og hafa til þess gilda
ástæðu. Sá siður tíðkast að senda
aðeins út eina dagskrá í einu. Ef
endurvarpsstöðvarnar gætu valið úr
mörgum dagskrám um gervihnött
væri hættan sú að stöðvarnar gætu
ekki fullyrt um fjölda þeirra sem sæju
auglýsingarnar hverju sinni og með
því græfu þær undan sínum eigin
fjárhag.
Sumir myndbandaspámenn halda
því fram að fjarskiptahnettirnir muni
eyðileggja sjónvarpsstöðvarnar og við
höfum kynnst þeim. Einn frammá-
manna í sjónvarpi sagði hreinskilnis-
lega: „Sjónvarpið gæti orðið eins og
útvarpið. Fólk gæti valið um dagskrá
með því að snúa takka og enginn
vissi um vinsældir dagskránna. Fyrir-
tækin myndu að vísu halda velli en
skipta minna máli. ’ ’
Samt eru sjónvarpsfyrirtækin að
kynna sér möguleikana sem
hnettirnir bjóða upp á og reyna að
notfæra sér þá. ABC notfærir sér fjar-
skiptahnetti við samsetningu kvöld-
frétta víða að. NBC sendir fréttir og
íþróttir, The Today Show og The
Tonight Show, og hugleiðir þann
möguleika að nota aðallega slíka
hnetti við útsendingu efnis um
aldamótin.
Hingað til hafa það verið kapal-
kerfin sem helst hafa notið góðs af
fjarskiptahnöttunum. Þeim em
hnettirnir sannkölluð himnasending.
Kapalkerfið byrjaði fyrir um það bil