Úrval - 01.03.1982, Blaðsíða 98
96
ÚRVAL
leika umhverfísins. Hann lyfti
fótunum hátt og snöggt — furðuvera
á framandi jörð. Sums staðar nam
hann staðar því það sýndist
ógerningur að halda áfram en
samtímis óhugsandi að snúa við. A
þessum stundum tifuðu fæturnir upp
og niður eins og reynt væri að ganga á
vatni.
I þetta fór svo mikil orka að hann
varð alveg örmagna. En þegar allt var
sem erfíðast fann hann til u n-
lyftingar sálarinnar á sama hátt
meðan hann var að fara yi.
girðinguna við fínnsku landamærin.
Enn einu sinni var þol hans, þrek og
útsjónarsemi reynt til hins ýtrasta
Myndi lánið halda áfram að vera me
honum eða myndi hann drukkna og
hverfa sporlaust? Hann hafði enga
hugsun aðra en þá að þrauka af
næsta skref og eftir hvert skref fann
hann sams konar fögnuð og sá sem
ieikur rússneska rúllettu nýtur þegar
hann heyrir hamarinn skella á kúlu-
lausu hólfí.
Þegar hann loks kom í hinn
jaðarinn á þessari hrikalegu manna-
gildru varð lítið fell fyrir honum. Þar
var hann einn í kaldri auðn þar sem
ekkert var lífs annað en grasið —
engin tré, ekkert hljóð, aðeins þvílík
auðn að alvarlegt þunglyndi setti að
honum. Það var ekki síður andlegt
GÖNGUFERÐ FRÁ RÚSSLANDI
97
álag en líkamlegt að þramma áfram í
þessari allsleysu.
Þegar hann rakst á malarveg —
fyrstu merkin um menningu sem
hann hafði séð í tvo sólarhringa —
fylgdi hann honum í rigningunni
þótt hann lægi meira suður en vestur.
,,Það var fólk sem lagði þennan
veg,” sagði einhver innri rödd við
hann. „Haltu áfram eftir honum og
þú munt hitta fólk.” Þessi tilhugsun
hressti hann þangað til hann rakst á
ný spor. Hann flýtti sér út af veginum
þegar hann heyrði hundgá. Hann
hafði hætt öllu til að komast yfír
landamærin, það væri brjálæði að
taka áhættu núna og verða ef til vill
til þess að leitarmönnum yrði vísað á
hann.
Hann var á leið niður með á næsta
dag þegar hann kom auga á veiðikofa
hinum megin við hana. Hann fór yfír
ána nokkru neðar og hélt svo til
iiinnwinmiBi ir nrmiiwii ^t
baka. Hann fór mjög varlega að
kofanum. Dyrunum var lokað með
hespu að utan, þar var enginn inni.
Hann lauk upp og fór inn. Síðasta
færsla í gestabókina var snemma í
ágúst svo veiðitíminn hlaut að vera
löngu liðinn. Alexander lét undan
ákafri löngun sinni til að láta fyrir-
berast þarna um nóttina. Ef einhver
kæmi ætlaði hann að reyna að látast
vera amerískur ferðamaður — einn af
þessum sterku, fálátu. Þótt hann
hefði lært ensku í skólanum hafði
hann enga reynslu af töluðu, ensku
máli annars staðar en úr útvarpinu,
BBC og Voice of America.
Eldavélin var meiri freisting en
nokkuð annað í kofanum. Hann
smurði pönnu með tólgarmola og
hrærði allt deigið sitt (sem hann hafði
ætlað að nota fyrir beitu) saman við
bökunarsóta sem hann fann í
kofanum. Þegar deigið fór að lyftast
bakaði hann þykka pönnuköku —
hreinasta lostæti. í upphafí ákvað
hann að geyma helminginn þangað
til daginn eftir en þegar til kom gat
hann ekki staðið við það. Hann var of
þreyttur til að sofa vel en þegar hann
hélt frá kofanum næsta morgun var
hann andlega hressari.
Pönnukakan var þegar orðin að
kærri minningu. Hann hafði reynt
hvað eftir annað að veiða físk sér til
matar en árangurslaust svo hann
skildi veiðitækin eftir á tjarnarbotni.
Vistirnar voru nú svo gott sem
uppgengnar og honum fannst hann
vera orðinn hættulega veikburða.