Úrval - 01.03.1982, Blaðsíða 19
ANSANS VANDRÆÐl!
17
Sókndjarfur sautján ára boxari frá
Brasilíu varð að láta sér lynda snöggan
cndi á hnefaleikaferli sínum þegar
móðir hans sótti hann upp á pallinn í
miðri keppni og dró hann með sér
heim að lesa undir skólann.
Þegar lögregluþjónn íNew York kom
auga á mann sem sat hátt uppi í
burðarvirki Manhattanbrúarinnar
hugsaði hann sig ekki um heldur
hætti lífi sxnu þegar í stað með því að
klifra upp eftir stálbitunum, fet fyrir
fet, til þess að freista þess að ná
manninum niður áður en hann færi
sér að voða. Þegar hann loks komst
alla leið, móður, másandi og titrandi
af spenningi og áreynslu, spurði
hann manninn hvað hefði komið
honum tii að klöngrast þarna upp.
,,Ég er bara að vinna,” hreytti
maðurinn út úr sér. ,,Ég er eftir-
litsmaður hjá embætti borgarverk-
fræðings.”
Taktmeistari lúðrasveitar í smáborg-
inni Ventura kastaði stafnum sínum
hátt 1 loft upp í skrúðgöngu. Stafúr-
inn lenti á tveimur háspennuleiðslum
og sló út straumnum af öllum bæn-
um svo útvarpsútsendingar féllu
niður og fyrir utan allt annað bráðn-
aði stafurinn.
Árið 1979 var ritstjóri rússneska skop-
blaðsins Njangi rekinn frá starfi fyrir
alvöruleysi.
Bankaræningi í Los Angeles sagði
gjaldkeranum að hann kærði sig
ekkert um reiðufé og óskaði eftir því
að upphæðin sem hann rændi yrði
sett inn á ávísanareikninginn hans.
Þjófur sem óvænt var komið að við
innbrot í húsi í Antwerpen flúði út
um bakdyrnar, klifraði yfir þriggja
metra háan vegg og lét sig falla niður
hinum megin. Það var um seinan sem
hann uppgötvaði að þar með var
hann kominn ofan í fangelsisgarðinn.
M.aður í Alabama fékk sjónina aftur
eftir uppskurð eftir að hafa verið
blindur í fimm ár. Hugtakið smekk-
leysi fékk nýja og dýpri merkingu
þegar umbúðirnar voru teknar af
manninum og hann sá konuna sína í
fyrsta sinn í fimm ár. Þá hrópaði
hann: „Drottinn minn, hvað þú ert
orðin feit!”
Ung og nýgift kona í Singapore varð
að leita til dómstóla til að reyna að fá
lausn á ákveðnu hjónabandsvanda-
máli. Rétturinn stóð með konunni og
kvað upp þann úrskurð að mannin-
um hennar væri ekki heimilt að hafa
móður sína hjá þeim í hjónasæng-
inni.
Lögreglan stöðvaði unga stúlku í
smáþorpi í Bandaríkjunum eftir að
fjöldi manns hafði hringt til lögregl-
unnar og sagt frá bíl sem æki án afláts
hring eftir hring í ákveðnu hverfl —
afturábak. Stúlkan sem bílnum ók